Grindavík tryggði sæti í úrslitakeppni með naumindum
Anna Sigrún Davíðsdóttir
2025-03-26 21:18
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Síðasta umferð Bónusdeildar kvenna var leikin í kvöld. Þá var mikið undir í leik Grindavíkur og Hamars/Þórs en sigurvegarinn í þeim leik tryggði sæti í úrslitakeppninni. Grindavík hafði betur eftir æsispennandi leik og tryggði því sæti í úrslitakeppninni.
Leikurinn var jafn og spennandi í fyrsta leikhluta en þremur stigum munaði á liðunum eftir hann, 26 — 29 fyrir Hamar/Þór. Liðið hélt forystunni áfram og hafði átta stiga forskot í hálfleik, 52–60. Hamar/Þór hélt forystunni þangað til þrjár og hálf mínúta lifði leiks en Grindavík komst þá yfir, 84-83. Við tóku spennandi lokamínútur leiksins þar sem Grindavík fór loks með sigur af hólmi, 91–90.
Grindavík var fyrir leikinn tveimur stigum fyrir neðan Hamar/Þór en Grindvíkingar hafa betri stöðu í innbyrðis viðureignum liðanna og því dugði þeim að jafna Hamar/Þór að stigum í deildinni.
Mummi Lú
Haukar eru deildarmeistarar kvenna í körfubolta 2025 en liðið var þegar öruggt í fyrsta sæti. Liðið lauk deildarkeppninni þó með sigri á Njarðvík 94–68.
Fyrsti leikhluti var spennandi þar sem liðin skiptust á forystunni en honum lauk 23–22, fyrir Hauka. Í öðrum leikhluta gáfu Haukar frekar í og höfðu tólf stiga forystu í hálfleik, 49–37. Haukar héldu svo forystunni út leiktímann og lokatölur urðu 94–86, fyrir Hauka.
Þá skiptust Keflavík og Þór Akureyri á sætum í deildinni eftir leik þeirra á milli þar sem Keflavík hafði betur, 88–90. Keflavík fór upp í það þriðja og Þór lýkur keppni í fjórða.
Nafnalisti
- Hamaríþróttafélag
- Mummi Lúljósmyndari
- Þórlangvinsælasta annað eiginnafnið hjá drengjum en þar á eftir Freyr og Máni
- Þór Akureyriheimur
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 277 eindir í 16 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 87,5%.
- Margræðnistuðull var 1,86.