Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar
Pressan
2025-03-26 22:00
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Það dylst fáum að Donald Trump hefur snúið baki við Evrópu og það veldur óvissu um hvort Bandaríkin muni áfram tryggja varnir Evrópu með kjarnorkuvopnum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur af þessum sökum gripið til aðgerða með því að dæla peningum í franska herinn og með því að opna flugvöll, þar sem kjarnorkuvopn verða geymd, nærri landamærunum að Þýskalandi.
Á næstu árum á að koma ofurhljóðfráum kjarnorkuflugskeytum fyrir þar og háþróuðum Rafale-orustuþotum. Með þessu ætlar Macron að auka kjarnorkuvopnafælingu Frakka mjög. Hann segir þetta vera hluta af meiri varnarmætti Evrópuríkja.
1,5 milljarði evra, það svarar til um 220 milljarða króna, verður varið í að nútímavæða Luxeuil-Saint-Sauveru flugvöllinn, sem oft er kallaður BA 116, þannig að þar verði hægt að geyma kjarnorkuvopn og um 40 Rafale F5-orustuþotur. Þær verða vopnaðar ASN 4G ofurhljóðfráum kjarnorkuflugskeytum.
Politico segir að í ræðu sem Macron flutti nýlega á flugvellinum hafi hann sagt að heimurinn verði sífellt hættulegri og sífellt meiri óvissa ríki. Því verði Frakkar og Evrópa að halda áfram að byggja upp heri sína og undirbúa sig ef forðast á stríð. Þarna vísaði hann til sívaxandi ógnar sem stafar frá Rússlandi.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Emmanuel Macronforseti
- Politicobandarískt blað
- Rafale F5
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 200 eindir í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 80,0%.
- Margræðnistuðull var 1,67.