Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir
2025-03-20 11:37
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölunnar á Íslandsbanka, þó svo að fjármálaráðherra hafi í vikunni mælt fyrir frumvarpi þess efnis í vikunni. Það sem hafi hins vegar breyst sé að flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn.
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vakti máls á því í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun að Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefði fyrr í vikunni mælt fyrir frumvarpi, til að klára sölu á Íslandsbanka. Hún sagðist fagna þessu en hafi á sama tíma furðað sig á því sem hún kallar U-beygju Flokks fólksins.
Höfuð gullgæsarinnar hoggið af
„Flokkurinn sem hefur áður vaðið á súðum í umræðunni um fyrri söluferli og sjaldan sparað stóru orðin í því samhengi. Hæstvirtur félags- og húsnæðismálaráðherra fór þar fremst í flokki, eins og oft áður,“ sagði Guðrún.
„Þá voru orð á borð við-með leyfi forseta: „Nú á að höggva höfuðið af gullgæsinni og setja hana á grillið!“ látin falla.“
Benti hún eins á að eitt kosningaloforða flokksins væri að hann væri andsnúinn sölunni.
„Hvað varð til þess að Flokkur fólksins skipti um skoðun í þessu ágæta máli?“ spurði Guðrún.
Þessi sala verði til fyrirmyndar
„Flokkur fólksins hefur ekki skipt um skoðun. Við teljum í rauninni að það hafi ekki verið ástæða til þess á meðan bankarnir okkar hafa verið að mala gull, og skila miklum arði inn í samfélagið okkar, þá höfum við alltaf verið á móti því að höggva höfuðið af gullgæsinni og skella henni á grillið,“ svaraði Inga.
„Það hefur ekkert annað breyst heldur en bara algjörlega orðin stakkaskipti. Í stað þess að vera hrópandi inn í eyðimörkina í stjórnarandstöðu, eins og háttvirtur þingmaður Guðrún Hafsteinsdóttir mun fá að finna á eigin skinni næstu fjögur árin vonandi, er að við erum komin í ríkisstjórn.“
Ríkisstjórnin ætli að fylgja eftir ágætum málum sem hún hafi erft.
„Það hefur ekki komið til tals hjá núverandi ríkisstjórn að ýfa upp fjárlögin eða eitt eða neitt slíkt, til að gjörbreyta öllum forsendum. Hins vegar eru gleðifréttirnar þær að þessi sala, hún mun verða til fyrirmyndar eins og hægt er, opin, allt uppi á borðum, engin mistök og það þarf enginn að segja af sér eftir hana.“
Nafnalisti
- Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
- Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins
- Inga Sælandformaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 398 eindir í 18 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 83,3%.
- Margræðnistuðull var 1,55.