Nguyen algengasta ættarnafnið á Íslandi

Ritstjórn mbl.is

2025-03-26 11:35

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Nguyen er algengsta ættarnafnið á Íslandi.

Þetta kemur fram í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Jóni Gnarr.

Fyrirspurn Jóns var svohljóðandi: Hver eru algengustu ættarnöfn, íslensk og erlend, sem eru skráð í þjóðskrá og hversu margir bera hvert ættarnafn?

Í svari Þorbjargar kemur fram 615 manns bera ættarnafnið Nguyen.

Þar á eftir koma:

Blöndal (472)

Hansen (458)

Thorarensen (354)

Rodriguez (351)

Andersen (329)

Santos (321)

Nielsen (317)

Garcia (291)

Olsen (289)

Hér sjá lengri lista yfir algengustu ættarnöfnin.

Ekki greinarmunur

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er umrædd vinnsla ekki fullkomlega nákvæm þar sem ekki er unnt taka einungis ættarnöfn úr grunni þjóðskrár.

Grunnurinn er settur saman úr ættarnöfnum og kenninöfnum sem taka til kenningar til foreldra. Þó megi ætla listinn nokkuð nákvæmur.

Þjóðskrá Íslands heldur ekki utan um skráningu á uppruna ættarnafna og gerir því ekki greinarmun á íslenskum og erlendum ættarnöfnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands styðst stofnunin við skrána Ættarnöfn á Íslandi á vef Árnastofnunar til afla upplýsinga um hvort nöfn hafi stöðu ættarnafns hér á landi.

Nafnalisti

  • Garciafórnarlamb pólitískra ofsókna
  • Jón Gnarrleikari og fyrrverandi borgarstjóri
  • Nguyenbreskur ríkisborgari
  • Rodriguezá sínum tíma launahæsti leikmaðurinn í atvinnumannadeildinni í hafnabolta
  • Santosbrasilískt félag
  • Þjóðskrá Íslands2 virkir dagar
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttirþingmaður Viðreisnar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 202 eindir í 21 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,76.