Aukin spenna vegna æfinga kínverska hersins við strendur Taívan

Ástrós Signýjardóttir

2025-04-02 08:33

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Stjórnvöld í Taívan segja fjöldi herflugvéla og herskipa kínverska hersins séu við æfingar við eyjuna. Kínverski herinn segist í yfirlýsingu hafa líkt eftir árásum á mikilvægar hafnir og orkuinnviði í Taívan.

Æfingin í dag er sögð vera stigmögnun á æfingu sem herinn var með í gær í kringum Taívan. Stjórnvöld í Kína hafa löngum gert tilkall til eyjunnar og viljað yfirráðum þar.

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fordæmt heræfingarnar og bandaríska utanríkisráðuneytið ítrekaði í morgun stuðning Bandaríkjanna við stjórnvöld í Taívan.

Æfingar kínverska hersins hafa mestu farið fram í mið- og suðurhluta Taívansunds. Sundið er mikilvæg siglingarleið fyrir alþjóðlega vöruflutninga.

Kínverskt yfirráðasvæði eða sjálfstæð eyja?

Stjórnvöld í Taívan telja Taívan vera sjálfstætt ríki en kínversk stjórnvöld líta á eyjuna sem hérað innan landsins, og á stjórnvöld í Taívan sem aðskilnaðarsinna.

Íbúar Taívan kjósa sína eigin leiðtoga og ríkisstjórn þess stjórnar skilgreindu landsvæði með eigin her, vegabréfi og gjaldmiðli. Landið nýtur í raun sjálfstæðis þótt sjálfstæði þess ekki formlega viðurkennt af flestum löndum.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa stutt sjálfstæði Taívan.

Samskipti kínverskra stjórnvalda við stjórnvöld í Taívan hafa súrnað undanfarin ár. Lai Ching-te, forseti Taívan, sagði á dögunum Kína væri fjandsamlegt, erlent afl. Stjórnvöld í Kína kölluðu Lai þá aðskilnaðarsinna.

Frá því Lai tók við embætti forseta í maí 2024 hefur spennan milli Taívan og Kína magnast.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Laiframbjóðandi Lýðræðislega framfaraflokksins
  • Lai Ching-teframbjóðandi sjálfstæðissinna í Taívan

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 236 eindir í 16 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,52.