Serbneskir mótmælendur hjóla til Strassborgar í leit að hjálp

Þorgrímur Kári Snævarr

2025-04-04 05:15

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þátttakendur í stúdentamótmælunum í Serbíu hyggjast hjóla 1.300 kílómetra leið á reiðhjólum alla leið til Strassborgar til leita sér hjálpar hjá Evrópusambandinu.

Um 80 stúdentar lögðu af stað í gær frá Novi Sad og er áætlað þeir hjóli um 100 til 150 kílómetra á dag. Leið þeirra liggur gegnum Ungverjaland, Austurríki og Þýskaland uns þeir koma til Strassborgar í Frakklandi. Þar vilja stúdentarnir vekja athygli Evrópuþingsins, sem er með höfuðstöðvar í borginni. Þeir hyggjast einnig heimsækja höfuðstöðvar Evrópuráðsins, sem er ótengt ESB, í borginni.

Stúdentarnir telja Evrópusambandið hafi hunsað baráttuna sem mótmælendur í Serbíu heyi gegn spillingu og ranglæti. Fjöldamótmæli gegn stjórnvöldum hafa staðið yfir í landinu frá því í nóvember eftir fimmtán manns létust þegar þak lestarstöðvar hrundi yfir þá. Mótmælendur telja slysið, og viðbrögð stjórnvalda við mótmælunum, dæmi um spillingu og valdboðshneigð ríkisstjórnar Aleksandars Vučić forseta.

Háskólanemar hafa verið áberandi í mótmælunum og hafa staðið fyrir setumótmælum í mörgum háskólum landsins.

, þetta verður erfitt og við þurfum leggja hart okkur, en ég held það verði þess virði, sagði Ivan Poturica stærðfræðinemi við fréttastofu AP. Við búumst við því einhver bregðist loksins við ástandinu í Serbíu.

Nafnalisti

  • Aleksandars Vučić
  • Ivan Poturica
  • Novi Sadborg

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 217 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.