„Eins og draumur að rætast“

Stefán Árni Pálsson

2025-04-02 08:33

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Jóhannes Berg Andrason ætlar sér kveðja FH með titli en hann heldur út til Danmerkur eftir tímabilið og gerist atvinnumaður í handbolta.

Jóhannes gengur í raðir Holstebro í Danmörku frá FH í sumar. Jóhannes kom til FH frá Víkingi fyrir þremur árum. Hann varð Íslands- og deildarmeistari með FH-ingum á síðasta tímabili.

Hjá Holstebro hittir Jóhannes fyrir Arnór Atlason en hann hefur þjálfað liðið frá því í fyrra. Holstebro er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Jóhannes var markahæsti leikmaður FH í Olís-deildinni í vetur.

Maður er búinn vera stefna þessu núna í dágóðan tíma þannig þetta er eins og draumur rætast. Ég hef alltaf stefnt því fara út og gera þetta atvinnu, segir Jóhannes sem er þegar búinn fara út og skoða aðstæður.

Danska deildin er mjög sterk og mörg góð lið gera góða hluti í Evrópukeppnum og ég tel þetta því líka góðan stökkpall í eitthvað meira, segir Jóhannes og bætir við það hafi hjálpað til það væri Íslendingur í brúnni úti stýra liði Holstebro.

Ég hef bara heyrt góða hluti um Arnór og því mjög spenntur fyrir samstarfinu. Það er smá öryggisnet vera með Íslending þarna úti í fyrsta skipti í atvinnumennsku og geta talað við hann á íslensku.

Rætt var við Jóhannes í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld en hér að neðan sjá viðtalið.

Nafnalisti

  • Arnór Atlasonfyrrverandi landsliðsmaður
  • Jóhannes Berg AndrasonAndrason
  • Víkingurknattspyrnufélag

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 247 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,75.