Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi
Magnús Jochum Pálsson
2025-03-22 18:34
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist.
Rúv fjallaði í gær um tímalínu málsins frá því Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks Ásmundarsonar sem eignaðist barn með Ásthildi Lóu þegar hann var sautján ára, sendi fyrst tölvupóst á forsætisráðuneytið 9. mars og óskaði eftir fimm mínútna fundi með ráðherranum og þar til frétt Rúv um málið birtist í Speglinum 20. mars.
Ólöf sendi póst eftir miðnætti 13. mars þar sem hún fór yfir að samband Ásthildar Lóu og Eiríks hafi hafist þegar hann var unglingur í veikri stöðu og hún fullorðin kona. Þá hafi hún ekki leyft honum að hitta barnið sitt. Forsætisráðuneytið hafnaði fundi með Ólöfu þann 14. mars og sama dag hafi hún sent tölvupóst um málið á Áslaugu Örnu.
Össur gerir sér mat úr því í pistlinum „Þarf ekki að rannsaka þátt Áslaugar Örnu?“ á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Ekki þarf að koma neinum á óvart hvar Össur, sem er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, stendur í málinu.
„Ærandi þögn“ Áslaugar veki athygli
Össur segir í pistlinum að „Hrútakofinn“ á Morgunblaðinu og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi velt sér upp úr „lekum“ úr forsætisráðuneytinu og reynt að koma höggi á Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra. Nefnir hann þingmennina Hildi Sverrisdóttur og Guðrúnu Hafsteinsdóttur.
„Hins vegar vekur athygli ærandi þögn Áslaugar Örnu, yfirlýsingaglaðasta þingmanns flokksins, sem þó hefur ekki sparað sig um hvers kyns málefni eftir fallið í nýafstöðnu formannskjöri,“ skrifar Össur í færslunni.
Það að Áslaug Arna hafi vitað af málinu „löngu áður en það breikaði í fjölmiðlum“ telur Össur að setji meintan leka á upplýsingum Ólafar í alvarlegra samhengi. Hann veltir fyrir sér hvort Áslaug hafi jafnvel fengið sama póst og forsætisráðherra þar sem erindi Ólafar var rakið.
Innsti hringur flokksins vitað af málinu áður en því lak til fjölmiðla
Össur skrifar að samkvæmt frétt Rúv hafi fólk í innsta hring Sjálfstæðisflokksins haft upplýsingar um málið undir höndum löngu áður en það komst til fjölmiðla.
„Það var forystu Sjálfstæðisflokksins til minnkunar að freista þess að nota þetta mál til að sverta mannorð forsætisráðherra. Sérstaklega þegar haft er í huga að skv. RÚV hafði fallin erfðaprinsessa í flokknum upplýsingar um málið. Ætlar RÚV virkilega ekki að ganga eftir því að Áslaug Árna skýri stöðu sína í málinu?“ skrifar Össur.
Loks endar hann færsluna á að segja að það sé skýlaus krafa að Áslaug Arna geri hreint fyrir sínum dyrum og greini frá því hvað hún hafi gert við upplýsingarnar sem henni bárust um málið.
Nafnalisti
- Áslaug Árna
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttirnýsköpunarráðherra
- Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
- Eiríkur Ásmundarson
- Facebook-síðufylgdi pistli um sumarskrifstofu samgönguráðherrans Ketil Solvik-Olsen, þegar lesandi benti á í athugasemd að skrifstofunni, fjölsæta bifreið með sportlegum reiðhjólum áfestum, var einmitt lagt á akrein sem ætluð er þeim síðarnefndu
- Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins
- Hildur Sverrisdóttirfyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
- Kristrún Frostadóttirformaður
- Ólöf Björnsdóttir
- Össur Skarphéðinssonþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 448 eindir í 20 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 85,0%.
- Margræðnistuðull var 1,60.