Sæki samantekt...
Real Betis á að setja af stað söfnun til að kaupa Antony endanlega til félagsins.
Þetta segir Isco, leikmaður liðsins, en Antony er þar á láni frá Manchester United.
Antony gat lítið sem ekkert á tíma sínum hjá United, en hann var keyptur á um 85 milljónir punda frá Ajax 2022.
Síðan hann kom til Spánar hefur hann hins vegar skorað fjögur mörk og lagt upp jafnmörg í tólf leikjum.
Isco hrósaði kappanum í hástert í viðtali og grínaðist með að nú þyrfti að koma af stað söfnun til að eiga fyrir kaupverðinu á Antony.
Nafnalisti
- Antonybrasilískur vængmaður
- Iscospænskur miðjumaður
- Manchester Unitedenskt knattspyrnufélag
- Real Betisspænskt félag
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 96 eindir í 5 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,82.