EfnahagsmálViðskipti

Miklar lækkanir í Asíu og Evrópu vegna óvissu um tolla

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-31 12:05

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Alþjóðlegir fjármálamarkaðir urðu fyrir verulegum skakkaföllum í morgun í kjölfar ótta við harðnandi viðskiptastríð.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, greindi nýverið frá því hann muni kynna nýja víðtæka tolla í vikunni. Þessi yfirlýsing jók á óvissu og leiddi til hruns á mörkuðum í Asíu og Evrópu.

Evrópska hlutabréfavísitalan Stoxx 600 hefur lækkað um 1,85% í morgun, á meðan breska FTSE 100 hefur lækkað um 1,3%.

Í Asíu í nótt var enn stærri skellur, þar sem japanska Topix-vísitalan lækkaði um 3,3% og Nikkei 225 um 3,9%. Í Taívan hrundi Taiex-vísitalan um 4,2% og suðurkóreska Kospi-vísitalan tapaði 3%. Hang Seng-vísitalan í Hong Kong féll um 1,6%.

Trevor Greetham, yfirmaður fjármagnsstýringar hjá Royal London Asset Management, segir í samtali við Financial Times engin merki væru um Trump myndi draga úr hörkunni gagnvart viðskiptasamningum sem valda söluþrýstingi.

Charles De Boissezon, yfirhagfræðingur hjá Société Générale, segir óvissan farin hafa veruleg áhrif á viðhorf til fjárfestinga.

Mikill samdráttur í tæknigeiranum

Tæknigeirinn varð fyrir sérstökum skakkaföllum, þar sem stórir framleiðendur hálfleiðara misstu talsvert af markaðsvirði.

Taiwan Semiconductor Manufacturing Company lækkaði um 4,4% og Samsung Electronics féll um 3,5%. Japanska fyrirtækið Disco, sem framleiðir vélar fyrir hálfleiðaraframleiðslu, hrundi um meira en 8%. Tencent og Alibaba, tvö stærstu tæknifyrirtækin í Kína, lækkuðu um 1,5% og 2% í Hong Kong.

Annað merki um vaxandi ótta fjárfesta sjá í ásókn í gull og skuldabréf. Gullverð náði methæðum, eða í 3.128 dali á únsu í dag.

Vextir á bandarísk 10 ára ríkisskuldabréf féllu um 0,06 prósentustig niður í 4,2%, sem gefur til kynna fjárfestar séu leita í öruggari fjárfestingar.

Margir fjárfestar eru bíða eftir formlegri tilkynningu um tollana og eru draga sig út af áhættumarkaði, segir Wei Li, yfirmaður blandaðra fjárfestinga hjá BNP Paribas í Kína. Þetta hefur haft víðtæk áhrif á stemninguna á mörkuðum.

Gjaldmiðlamarkaðir brugðust einnig við, þar sem japanska jenið styrktist um 0,6% gagnvart Bandaríkjadal og stóð í 148,9 jenum á dal.

Kínverski gjaldmiðillinn renminbi styrktist um 0,2% og Bandaríkjadalurinn féll um 0,2% gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum.

Markaðshreyfingarnar í Asíu og Evrópu komu í kjölfar lækkana í Bandaríkjunum á föstudag, þar sem S & P 500-vísitalan tapaði 2% og Nasdaq-samsetta vísitalan féll um 2,7%.

Gagnrýni á efnahagsstjórn Bandaríkjanna hefur aukist, en nýleg gögn sýna versnandi neytendaviðhorf og hættu á samdrætti í hagkerfinu.

Trump hefur lýst komandi miðvikudegi sem frelsisdegi og lofað beita tollum á öll lönd sem hann telur hafi ósanngjarna viðskiptahætti gagnvart Bandaríkjunum. Þessar yfirlýsingar hafa valdið óvissu á alþjóðlegum mörkuðum og gætu haft veruleg áhrif á framtíð viðskipta og hagvaxtar.

Nafnalisti

  • Alibabakínverskur netverslunarrisi
  • BNP Paribasfranskur banki
  • Charles De Boissezon
  • Discomynd
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Financial Timesbreskt dagblað
  • Forseti BandaríkjannaJoe Biden
  • FTSE 100bresk hlutabréfavísitala
  • Nikkei 225japönsk úrvalsvísitala
  • Royal London Asset Management
  • Samsung Electronicseinn stærsti framleiðandi minniskubba og snjallsíma
  • Société Généralefranskur banki
  • Stoxx 600evrópsk vísitala
  • Tencentkínverskt fyrirtæki
  • Trevor Greetham
  • Wei Likínverskur ferðamaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 450 eindir í 25 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 25 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,80.