Sæki samantekt...
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld kynna umfangsmikla tolla gegn helstu viðskiptaþjóðum landsins. Ekki er ljóst hvaða vörur verða tollalagðar eða hversu margar þjóðir verða fyrir barðinu á þeim, en Trump hefur lofað að tollarnir muni skapa nýja „gullöld“ fyrir bandarískan iðnað.
Hann hefur kallað daginn í dag „frelsisdaginn“ og sagt að með tollunum verði komið í veg fyrir að hægt verði að „svindla á“ Bandaríkjunum.
Óttast að bandarískir neytendur muni bera þungann
Samkvæmt AFP-fréttaveitunni var enn verið að fínpússa smáatriðin þegar innan við sólarhringur var til stefnu. Tollarnir verða kynntir í Rósagarði Hvíta hússins klukkan 20 að íslenskum tíma í kvöld.
Gagnrýnendur telja að bandarískir neytendur muni bera þungann af tollunum og að þeir geti jafnvel aukið hættu á skaðlegri kreppu í Bandaríkjunum og víðar.
Hlutabréfamarkaðir hafa verið óstöðugir undanfarna daga, og lönd sem líkleg eru til að verða fyrir áhrifum tollanna hafa kallað eftir viðræðum, en jafnframt undirbúið ráðstafanir.
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt ríkisstjórn sinni að bresk stjórnvöld verði að vera „róleg og yfirveguð“ í viðbrögðum sínum við tollunum.
Evrópusambandið hefur hins vegar lýst því yfir að það muni mæta tollum Donalds Trumps af fullum krafti.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Donald Trumpsfyrrverandi forseti Bandaríkjanna
- Keir Starmerleiðtogi Verkamannaflokksins
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 207 eindir í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
- Margræðnistuðull var 1,56.