Stjórnmál

Borgarstjóri vék af fundi fyrir afgreiðslu

Ritstjórn mbl.is

2025-03-14 11:52

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Borgarráð samþykkti í gær aðgerðaáætlun um trjáfellingar í Öskjuhlíð en Samgöngustofa hafði eins og kunnugt er sent tilskipun til Isavia um loka austur/vestur-flugbrautinni 8. febrúar sl. vegna hæðar trjáa sem ógnuðu flugöryggi.

Talsverð umræða var um málið í borgarráði og vék borgarstjóri af fundi áður en málið var afgreitt. Ástæðan er nemendur Hagaskóla komu í heimsókn í Ráðhúsið og fór borgarstjóri af fundinum til taka á móti þeim. Til upprifjunar minna á Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfi við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata þar sem Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr oddviti, hafði hótað slitum vegna flugvallarins.

Gagnrýna seinagang og stjórnsýslu á báða bóga

Í bókun meirihluta Samfylkingar, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og VG kemur fram óskýrleiki hafi einkennt ferlið sem hafi gert borginni erfitt fyrir. Þar kemur jafnframt fram minnisblað Isavia frá september 2024, þar sem boðuð var lokun flugbrautar, hafi ekki borist borginni fyrr en í janúar 2025. Meirihlutinn áréttar skógurinn mikilvægt upplifunar- og útivistarsvæði fyrir borgarbúa og þeirra hagsmuna verði áfram gætt samhliða því standa vörð um flugöryggi og eðlilegast ríkið standi straum af trjáfellingunni.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu seinagang borgarinnar í málinu, enda hafi tafirnar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir sjúkraflugið. Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram bókun þess efnis hann fagnaði því fram væri komin aðgerðaáætlun sem tryggði rekstraröryggi flugvallarins og tók undir með meirihlutanum ríkið skyldi greiða þann kostnað sem af framkvæmdinni hlýst. Hann tók jafnframt undir gagnrýni meirihlutans á stjórnsýslu Samgöngustofu í málinu. Í bókun borgarráðsfulltrúa Viðreisnar kom fram ánægja um aðgerðir væru hafnar til tryggja sjúkra- og áætlunarflug.

Lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nafnalisti

  • Einar Þorsteinssonoddviti
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 282 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 92,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,55.