Sæki samantekt...
„Vinnan er einfaldlega bara í gangi. En það er alveg ljóst að það eru að verða gríðarlegar breytingar á öryggismálum í okkar heimshluta,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, um útgjöld til varnartengdra mála.
Ráðherrann vinnur nú að fjármálaáætlun þar sem t.a.m. verður kynnt hve miklar fjárhæðir íslenska ríkið mun setja í varnarmál.
Nánari upplýsingar fyrir áramót
Í samtali við mbl.is segir Daði en engar upphæðir liggi fyrir á þessum tímapunkti varðandi varnartengd útgjöld. Vinnan sé einfaldlega í gangi.
Varðandi endanlega útfærslu segir hann blaðamann mbl.is einfaldlega þurfa að bíða, rétt eins og aðrir, eftir að fjármálaáætlun verði lögð fram.
Veistu hvenær þetta liggur fyrir, er hægt að segja til um einhvern tímaramma?
„Fyrir mánaðamót.“
Nafnalisti
- Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 130 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 77,8%.
- Margræðnistuðull var 1,51.