Sæki samantekt...
Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr barna- og menntamálaráðherra, segir leitt að ráðherraskipan hans skuli bera svona að. Hann muni þó láta verkin tala í ráðherratíð sinni.
„Bara vel,“ sagði Guðmundur þegar fréttamenn spurðu hvernig honum litist á að taka við barna- og menntamálaráðuneytinu.
Guðmundur gekk inn á ríkisráðsfund á Bessastöðum á fjórða tímanum í dag, skömmu eftir að Ásthildur Lóa, fráfarandi ráðherra baðst lausnar úr embætti.
Mörg góð mál í gangi
„En því miður vildi ég að ég væri að taka við ráðuneyti við betri aðstæður,“ sagði Guðmundur.
„Hún er búin að vera með mörg góð málefni í gangi. Ég mun beina þeim áfram,“ sagði hann.
Guðmundur vildi ekki svara því hvort það væri rétt, að hann hefði neitað að verða ráðherra þegar ríkisstjórnin var mynduð í desember.
„Ég tók þessa áskorun núna og mun gera mitt besta.“
Verður einhver stefnubreyting í menntamálum?
„Það kemur í ljós. En ég skal lofa því að ég mun láta verkin tala,“ sagði hann.
Vísir er í beinni útsendingu frá Bessastöðum:
Nafnalisti
- Ásthildur Lóaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór formaður VR
- Guðmundur Ingi Kristinssonþingmaður Flokks fólksins
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 189 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 92,9%.
- Margræðnistuðull var 1,60.