Stjórnmál

Rússar hafna tillögu um vopnahlé

Alexander Kristjánsson

2025-03-13 12:20

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Talsmaður Rússlandsforseta hefur hafnað tillögum Úkraínumanna og Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu. Yuri Ushakov, ráðgjafi forsetans, segir slíkt yrði aðeins til þess veita Úkraínumönnum andrými.

Bandaríkjamenn og Úkraínumenn náðu saman um tillögur þrjátíu daga vopnahléi á fundi í Sádi-Arabíu á þriðjudag. Í morgun kynntu erindrekar Bandaríkjanna tillöguna fyrir rússneskum ráðamönnum, sem hafa hafnað henni.

Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í gær í skyn Bandaríkin myndu beita Rússa refsiaðgerðum ef þeir samþykktu ekki tillöguna. Þær gætu haft slæmar fjárhagslegar afleiðingar fyrir Rússland.

Eftir fund Bandaríkjamanna og Úkraínumanna á þriðjudag, hófu Bandaríkjamenn veita Úkraínu hernaðaraðstoð á nýjan leik og deila með þeim leyniþjónustuupplýsingum. Slík aðstoð var fryst eftir fund Volodymyrs Zelenskys Úkraínuforseta með Donald Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta í Hvíta húsinu í lok febrúar.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • J.D. Vancerithöfundur
  • Volodymyrs Zelenskysforseti
  • Yuri Ushakov

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 136 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,55.