Íþróttir

Líf­vörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“

Sindri Sverrisson

2025-04-01 09:03

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Yassine Cheuko, hinn grjótharði lífvörður Lionels Messi, ekki lengur passa upp á hann á leikjum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta.

Frá því Messi kom til Bandaríkjanna og hóf spila fyrir Inter Miami árið 2023 þá hefur Cheuko verið til taks á öllum leikjum, tilbúinn tækla fólk sem hleypur inn á völlinn til komast í tæri við mögulega besta leikmann sögunnar.

Þannig hefur Cheuko reglulega komist í fréttirnar fyrir góma fólk sem ætlar til Messi í miðjum leik en svoleiðis verður það ekki áfram.

Cheuko greinir nefnilega frá því í þættinum House of Highlights MLS-deildin búin taka fyrir það hann megi vera við völlinn og hlaupa inn á.

Þeir leyfa ekki lengur ég á vellinum, segir Cheuko sem telur það augljós mistök vegna þess hve margir virðist sífellt finna sér leið inn á völlinn.

Þetta er risavandamál hérna

Ég vann í sjö ár í frönsku deildinni og Meistaradeild Evrópu og í heild ruddust sex manns inn á völlinn. Eftir ég kom til Bandaríkjanna, á tuttugu mánuðum, hafa þegar sextán manns komist inn á völlinn. Þetta er risavandamál hérna. Ég er ekki vandamálið. Leyfið mér hjálpa Messi, segir Cheuko.

Ég elska MLS og CONCACAF en við verðum vinna saman. Ég elska hjálpa. Ég tel mig ekki betri en aðra en ég er með afar mikla reynslu úr Evrópu. En þetta er í lagi. Þeirra ákvörðun en ég held við gætum gert betur, segir Cheuko.

Eftir hafa verið glíma við meiðsli sneri Messi aftur til leiks í síðasta leik Inter Miami og skoraði þá í 21 sigri gegn Philadelphia Union eftir hafa komið inn á sem varamaður. Hann gæti spilað í 8liða úrslitum CONCACAF Champions Cup á morgun, gegn LAFC.

Nafnalisti

  • CONCACAFknattspyrnusamband þjóða frá Norður- og Mið-Ameríku auk Karíbahafseyja
  • CONCACAF Champions Cup
  • House of Highlights
  • Inter Miamibandarískt knattspyrnulið
  • LAFCbandarískt félag
  • Lionels Messiargentínsk fótboltastjarna
  • Meistaradeild Evrópulið
  • MLSefsta deild fótboltans í Bandaríkjunum
  • MLS-deildinenska deildin
  • MLS-deildinnikarladeildin í Bandaríkjunum
  • Philadelphia Unionúrslitaleikur Austurdeildarinnar
  • Yassine Cheuko

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 328 eindir í 18 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 88,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,86.