Viðskipti

Vogunar­sjóðir berjast um eftir­sóttustu undir­fata­keðju Evrópu

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-04-01 09:02

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Vogunarsjóðir eru í harðri baráttu um stjórn á einni vinsælustu undirfatakeðju Evrópu, hinni hollensku Hunkemöller, þar sem aðferðir þekktar úr Bandaríkjunum eru farnar ryðja sér til rúms á evrópskum fjármálamörkuðum.

Nýlega náði bandaríski vogunarsjóðurinn Redwood Capital yfirráðum yfir Hunkemöller með snjallri en umdeildri fjármálaaðgerð.

Redwood lánaði fyrirtækinu 50 milljónir evra með því gefa út sérstök ofurforgangs skuldabréf (super senior debt), sem settu sjóðinn fremst í röð kröfuhafa ef fyrirtækið færi í vanskil eða þyrfti endurskipuleggja skuldir sínar.

Á sama tíma breytti Redwood fyrri skuldum, samtals 186 milljónum evra, í skuldabréf með hærri forgangi en áður. Með þessum aðgerðum tryggði Redwood sér forskot á aðra lánardrottna fyrirtækisins.

Annar hópur lánardrottna, undir forystu Cheyne Strategic Value Credit og með þátttöku Man Group, Contrarian Capital og St James’s Place, hefur mótmælt þessari aðgerð harðlega.

Hópurinn telur aðgerð Redwood ólögmæta og hefur þegar höfðað mál í Bandaríkjunum þar sem fullyrt er skilmálar skuldabréfanna hafi verið brotnir. Auk þess íhugar hópurinn frekari lagalegar aðgerðir í Evrópu til snúa yfirráðum Redwood við.

Sérfræðingar benda á þetta dæmi um svokallað creditor-on-creditor violence, sem hefur verið algengt í bandarískum skuldaskilum en farið skjóta rótum í Evrópu.

Þessi tegund átaka felur í sér vogunarsjóðir beita lagalegum eða fjármálalegum aðferðum til koma sér í hagstæðari stöðu gagnvart öðrum lánardrottnum.

Áður hafði matsfyrirtækið S & P varað við því árið 2023 fjárhagur Hunkemöller gæti orðið ósjálfbær án frekari bata í rekstri fyrirtækisins.

Á meðan þessi barátta stendur yfir bendir Financial Times einnig á Redwood Capital hyggist nota svipaðar aðferðir gagnvart öðrum evrópskum fyrirtækjum, til dæmis breska gólfteppaframleiðandanum Victoria Plc, sem hefur meðal annars séð bresku konungsfjölskyldunni fyrir rauðum dreglum við hátíðleg tilefni.

Hvorki Redwood Hunkemöller svaraði beiðnum Financial Times um athugasemdir vegna málsins, og Cheyne Strategic Value Credit hefur einnig neitað tjá sig frekar að svo stöddu.

Nafnalisti

  • Cheyne Strategic Value Credit
  • Contrarian Capital
  • Financial Timesbreskt dagblað
  • James’s Place
  • Redwoodnafn
  • Redwood Capital
  • Victoria Plc

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 319 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 92,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,71.