Gefur ríkjum „afslátt“ af hefndartollum sem reiknaðir eru út frá viðskiptahalla

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

2025-04-03 16:08

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ríki heims hafa furðað sig á útreikningum tolla sem Bandaríkjastjórn ætlar leggja á allan innflutning til Bandaríkjanna og segja hann gerræðislegan. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta segja tollana gagnkvæma en tölurnar á spjaldinu sem forsetinn hélt uppi á blaðamannafundinum passa í fæstum, ef einhverjum, tilvikum við þá tolla sem ríkin á listanum leggja á innflutning frá Bandaríkjunum.

Fjöldi spekinga hafa brotið heilann og komið með kenningar um það hvernig tollarnir voru reiknaðir út. Þá hefur Bandaríkjastjórn birt reikningsformúluna sem notuð var.

Hvíta húsið

Formúlan virðist flókin við fyrstu sýn en Ben Chu og Tom Edgington, fréttamenn á BBC sem sérhæfa sig í sannprófun upplýsinga, hafa kannað málið og staðfest kenningar þess efnis tollarnir séu byggðir á viðskiptahalla fremur en tollum.

Viðskiptahalli er þegar verðmæti útflutnings er minna en verðmæti innflutnings ríkis. Í þessu tilviki virðist Bandaríkjastjórn reikna tolla út frá viðskiptahalla sínum við hvert ríki fyrir sig.

Hluti listans sem Donald Trump hélt uppi á blaðamannfundinum. EPA-EFE/SHAWN THEW

Á skiltinu sem Trump hélt uppi á blaðamannafundinum er því sem dæmi haldið fram Evrópusambandið leggi 39 prósent tolla á innflutning frá Bandaríkjunum. Það er ekki alveg rétt heldur er það viðskiptahallinn sem nemur 39 prósentum. Engu að síður heldur Bandaríkjastjórn því svo fram hún veita Evrópusambandinu afslátt með því leggja aðeins á það 20 prósent toll. Flest ríki um það bil helmingsafslátt líkt og ESB.

Bandaríkjastjórn leggur í raun minnst 10 prósenta toll á öll ríki heims en hærri tolla á ríki sem þau telja gera mest á hlut Bandaríkjanna í viðskipamálum. Ísland er í fyrri hópnum. Athygli vekur Rússland er ekki á listanum.

Nafnalisti

  • Chufjölskyldunafn
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
  • Hvíta húsiðauglýsingastofa
  • SHAWN THEW
  • Tom Edgington

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 281 eind í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 82,4%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.