Viðskipti

Úr­vals­vís­talan féll um tæp 4%

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-04-03 16:24

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Úrvalsvísitalan OMXI 15 lækkaði um 3,94% í viðskiptum dagsins er tollar Trumps lituðu viðskipti um allan heim í dag. Það stefndi allt í hóflegar lækkanir í íslensku kauphöllinni en þegar opna var fyrir viðskipti vestanhafs fóru íslensk hlutabréf niður á við.

Úrvalsvísitalan lokaði í 2.536,13 stigum og hefur ekki verið lægri síðan í október í fyrra. Vísitalan hefur lækkað um 12,44% það sem af er ári en hækkað um 10% á ársgrundvelli.

Hlutabréfaverð íslenskra félaga sem eru annaðhvort með starfsemi í Bandaríkjunum eða háð bandarískum markaði með einhverjum hætti leiddu lækkanir dagsins.

Hlutabréf í JBT Marel lækkuðu um tæp 8% og var dagslokagengi félagsins 15.300 krónur.

Gengi líftæknilyfjafélagsins Oculis, sem er tvískráð hérlendis og í Bandaríkjunum, lækkaði um 6,5% og lokaði í 2.280 krónum á hlut.

Hlutabréf í Eimskip lækkuðu um tæp 5% og var daglokagengi gámaflutningafélagsins 394 krónur á hlut. Gengi flugfélagsins Play fór niður um tæp 5% og lokaði í 0,79 krónum á hlut.

Heildarvelta á markaði nam 3,5 milljörðum króna.

Nafnalisti

  • JBT Marelbert nafn
  • Oculisaugnlyfjaþróunarfélag
  • OMXI 15úrvalsvísitala
  • Playíslenskt flugfélag
  • Trumpskosningabarátta

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 165 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,82.