EfnahagsmálViðskipti

Mest flutt út af lækninga­vörum til Bandaríkjanna

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-04-03 16:15

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Stærsti einstaki vöruflokkurinn í vöruútflutningi Íslands til Bandaríkjanna í fyrra var tæki og vörur til lækninga, en hann nam um 39 milljörðum króna af 110 milljarða króna heildarvöruútflutningi til Bandaríkjanna, mikilvægasta einstaka útflutningslands Íslands, í fyrra.

Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, vakti athygli á þessu í erindi sínu á ársfundi Íslandsstofu í síðustu viku.

Mynd tekin úr erindi Péturs.

Það er athyglisvert sjá þennan [vöruflokk], tæki og vörur til lækninga, vöxtinn sem þar er. Framan af tímabilinu var árlegur útflutningur á milli 57 milljarðar króna en svo tekur þetta veldisvöxt með fyrirtækjum á borð við Kerecis, en einkum Össur sem hefur verið auka mjög mikið sölu til Bandaríkjanna. Þannig á einungis tveimur árum fer þetta úr 10 milljörðum í 39 milljarða, sagði Pétur.

Sjá einnig]] Ísland gæti einangrast

Vöruflokkurinn tæki og vörur til lækninga var álíka stór og helstu flokkar sjávarafurða sem fylgdu þar á eftir á lista yfir stærstu vöruflokkana í vöruútflutningi til Bandaríkjanna á árinu 2024.

Sjá einnig]] Spilin stokkuð á ný

Samanlagður vöruútflutningur tækja og vara til lækninga, sjávarafurða og fiskeldis, voru 85 milljarðar króna af 110 milljarða heildarvöruútflutningi til Bandaríkjanna í fyrra.

Pétur benti á á einungis tveimur árum fór útflutningur í flokki lækningavara til Bandaríkjanna úr 10 milljörðum í 39 milljarða.

Sjá einnig]] Órökrétt stefna Trump

Yfir 200 milljarða vöruskiptahalli við Bandaríkin frá 2013

Pétur benti á Ísland flytji inn miklu meira af vörum frá Bandaríkjunum heldur en við flytjum út í hina áttina. Þessi staðreynd skipti miklu máli við ákvarðanir Bandaríkjanna í tollamálum.

Uppsafnaður vöruskiptajöfnuður Íslands við Bandaríkin á tímabilinu 2013-2024 hafi verið yfir 200 milljarðar króna.

Sjá einnig]] Trump leggur 10% toll á Ísland

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi 10% lágmarkstollur yrði lagður á allar innfluttar vörur til Bandaríkjanna. Ísland er í lægsta tollflokknum en lagður verður 20% tollur á allar vörur frá Evrópusambandinu og 15% á vörur frá Noregi.

Bandaríkin eru næst stærsta viðskiptaþjóð Íslands þegar kemur okkar vöruútflutningi. Það litast hins vegar af hinni margfrægu Hollands-skekkju, eins Pétur lýsti henni, sem skýrist af því stór hluti af okkar vöruútflutningi fer til Rotterdam og þaðan til annarra Evrópuríkja, Asíu og jafnvel vestur um haf.

Pétur sagði Bandaríkin vera mikilvægasta einstaka útflutningsland Íslands.

Langstærstur þjónustuútflutningur til Bandaríkjanna

Pétur sagði þegar þjónustuútflutningur er skoðaður eftir löndum megi hversu gríðarlega mikilvægt hlutverk Bandaríkin leika. Þjónustuútflutningur til Bandaríkjanna jafn stór og hjá sjö stærstu löndunum eftir Bandaríkjunum í þessum samanburði til samans. Hann benti á einn þriðji ferðamanna sem sækja landið komi þaðan.

Þannig allt hikst í Bandaríkjunum hættir til koma illa fram við okkur.

Þessi mikli þjónustuútflutningur til Bandaríkjanna leiðir af sér viðskiptajöfnuður Íslands við Bandaríkin hefur verið jákvæður á undanförnum árum.

Á eftirfarandi mynd sjá halli var á viðskiptum okkar við Bandaríkin á árunum 20132014 en það breyttist hratt við mikinn vöxt ferðaþjónustunnar.

Erindi Péturs hefst 46: 10 og lýkur 1:02:23.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Kerecisíslenskt lækningavörufyrirtæki
  • Össurstoðtækjafyrirtæki
  • Pétur Óskarssonframkvæmdastjóri Íslandsstofu
  • Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 522 eindir í 30 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 70,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.