Sæki samantekt...
Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir það algjört kjaftæði að hann sé búinn að missa trúnna á liði Ferrari á yfirstandandi tímabili eftir brösótta byrjun.
Segja má að eftir sigur Hamilton, sem skipti yfir til Ferrari fyrir tímabilið, í sprettkeppninni um síðustu keppnishelgi í Kína hafi hlutirnir tekið stefnu til hins verra hjá ítalska risanum þar sem að báðir bílar liðsins voru dæmdir ólöglegir í sjálfri aðalkeppninni.
Hamilton segir, í aðdraganda komandi keppnishelgar í Japan að hann finni ekki fyrir pirringi í kjölfar þess sem átti sér stað i Kína. Tíminn milli keppnishelga hafi farið í að vinna að framförum með liðinu.
„Auðvitað er þetta ekki það sem stefnt var að. Liðið leggur ekki alla vinnuna í þetta til þess eins að finna sig svo í þessari stöðu,“ sagði Hamilton í viðtali fyrir keppnishelgina í Japan.
„Ég sá að einhver sagði að ég hefði misst trúnna á liðinu, það er algjört kjaftæði. Ég hef fulla trú á þessu liði.“
Nafnalisti
- Lewis Hamiltonsjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 176 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,69.