Útilokar ekki að bjóða sig fram í þriðja sinn
Hugrún Hannesdóttir Diego
2025-03-30 23:05
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar ekki þann möguleika að hann myndi sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu sem forseti landsins. Tvö kjörtímabil eru hámarkið samkvæmt bandarískri stjórnarskrá.
Í viðtali við NBC sagði Trump marga vilja að hann byði sig fram í þriðja sinn, þegar núverandi kjörtímabil líður undir lok. Hann sagðist hins vegar einbeita sér að núverandi kjörtímabili og að of snemmt væri að íhuga það á þessari stundu.
Aðspurður um hvernig hann hygðist sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu sagði hann að til þess væru aðferðir, án þess að skýra það nánar.
Blaðamaður NBC minntist á þann möguleika að J.D. Vance byði sig fram sem forseti og afhenti Trump síðan embættið. „Það er ein leið,“ sagði Trump. „En það finnast aðrar,“ bætti hann við en skýrði ekki hverjar þær væru.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- J.D. Vancerithöfundur
- NBCbandarísk sjónvarpsstöð
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 137 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,56.