Íþróttir

Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli

Siggeir Ævarsson

2025-03-30 23:03

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Markahrókurinn Harry Kane náði fáheyrðum áfanga í gær þegar hann skoraði eitt marka Bayern München í 32 sigri á St. Pauli en Kane hefur skorað í það minnsta eitt mark gegn hverju einasta liði sem hann hefur spilað gegn í þýsku úrvalsdeildinni.

St. Pauli er 19. liðið sem Kane skorar gegn í þýsku deildinni og aðeins Miroslav Klose hefur skorað gegn fleiri þýskum liðum, eða 28 liðum alls og sömuleiðis skorað gegn öllum liðum sem hann spilaði á móti. Kane náði sama árangri á Englandi með Tottenham, en þar skoraði hann á móti öllum þeim 32 liðum sem hann mætti í ensku úrvalsdeildinni.

Kane hafði ekki skorað mark í þýsku deildinni í síðustu fimm leikjum fyrir leikinn í gær en er þó engu að síður markahæstur í deildinni með 22 mörk. Markakóngstitilinn er því innan seilingar en sennilega væri Kane til í gefa hann upp á bátinn í skiptum fyrir Þýskalandstitilinn ef hann gæti.

Það þarf þó sennilega ekki koma til slíkra skipta, ef þau væru yfirhöfuð möguleg, en Bayern er með sex stiga forskot á Leverkusen á toppi deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir.

Nafnalisti

  • Bayernstigi
  • Harry KaneTottenham
  • LeverkusenÞýskaland
  • Miroslav KloseÞjóðverji

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 191 eind í 6 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 83,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,84.