„Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur"
Aron Guðmundsson
2025-03-20 09:01
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Orra Stein Óskarsson hefði vart geta órað fyrir því að hann fengi fyrirliðabandið hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Bandið er hins vegar hans fyrir fyrstu landsleiki Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugsonar, gegn Kósovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í kvöld.
Aron Guðmundsson skrifar frá Pristina í Kósovó.
Uppselt er á leik Íslands og Kósovó ytra í kvöld á leikvangi sem tekur um fjórtán þúsund manns.
Leikurinn markar upphafið á nýjum kafla íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar sem hefur veðjað á nýjan fyrirliða fyrir íslenska landsliðið, Orra Stein Óskarsson, framherja Real Sociedad.
„Þetta er frábært augnablik fyrir mig,“ segir Orri Steinn landsliðsfyrirliði. Ég er mjög stoltur af því að vera orðinn fyrirliði Íslands. Ég myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur því ég hafði aldrei hugsað út í það að þetta myndi gerast. Auðvitað er það samt draumur, ég er mjög stoltur og ég hlakka til að leiða strákana inn á völlinn.“
Breytist eitthvað þegar að maður er orðinn fyrirliði? Breytir þetta einhverju í þínu fari í landsliðsverkefnum eða snýst þetta um að þú sért enn sami, gamli, góði Orri?
„Ég held það sé mikilvægt að breytast ekki of mikið því það voru ákveðnir hlutir sem að skiluðu mér hingað sem að skilgreina mig sem manneskju. En auðvitað heldur það manni aðeins á tánum og það er aðeins meiri ábyrgð og aðeins meiri pressa sem fylgir sem mér fannst margir af okkar ungu leikmönnum tilbúnir í.“
Viðtali við Orra í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Bein útsending og opin dagskrá hefst frá leik Kósovó og Íslands á Stöð 2 Sport klukkan korter í átta í kvöld.
Nafnalisti
- Arnar Gunnlaugsonar
- Arnar Gunnlaugssonþjálfari
- Aron Guðmundssoníþróttablaðamaður Fréttablaðsins
- B-deild1. sæti
- Orri Steinn Óskarssonframherji
- Pristinahöfuðborg
- Real Sociedadspænskt lið
- Stöð 2 Sporthluti af Sportpakkanum
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 287 eindir í 16 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 87,5%.
- Margræðnistuðull var 1,58.