Búum til fleiri frumkvöðla – frumkvöðlamenntun og brimbrettabrun
Ritstjórn Viðskiptablaðsins
2025-04-01 19:30
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Það hefur tekist ágætlega að efla umhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja á Íslandi. Án þess að rekja þá þróun má fullyrða að fjárfestar eru í dag viljugri en áður til að fjárfesta í frumkvöðlastarfi og hraðlar, keppnir og klasar hafa dregið til sín og mótað vaxandi hóp frumkvöðla. Á sama tíma hefur ekki farið jafn mikið fyrir áherslum á frumkvöðlamenntun (e. entrepreneurship education) og möguleikunum og áhrifunum sem í slíkri menntun felast. Hugsanlega er þetta vegna þess að enn eimir af lífseigri staðalímynd um frumkvöðla, sem hverfist jafnan um einstaklinginn, hálfguðlega hetju sem í krafti einhvers konar náðargáfu og einstakra hæfileika, brýtur norm og riðlar sólarganginum einn síns liðs. Fyrir slíkt ofurmenni eru menntun og menntastofnanir í besta falli tímasóun.
Nafnalisti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 128 eindir í 5 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,50.