Menning og listir

Arfur þjóðarinnar í myndum og máli: „Það ganga öll tæki hérna allan daginn“

Guðmundur Atli Hlynsson

2025-03-22 16:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Á Kvikmyndasafni Íslands er átak í stafvæðingu en stór hluti safnkostsins er enn aðeins á áþreifanlegu formi. Á safninu er íslenskt myndefni varðveitt og einnig kvikmyndabúnaður, svo sem kvikmyndatöku- og sýningarvélar.

Stafvæðingin felst í því filmur og myndbönd eru skönnuð og yfirfærð á stafrænt form.

Jón Stefánsson er verkefnastjóri stafvæðingar og endurgerðar hjá safninu. Björn Þór Björnsson er sérfræðingur varðveislu og filmuvörður en starf hans felst í því efnisgreina, skrá og halda utan um safnkostinn. Þeir tóku á móti mér á Kvikmyndasafninu og við ræddum átakið.

Í þessum fyrri hluta umfjöllunarinnar segja þeir Jón og Björn meðal annars frá því hvað felst í skönnun á filmum, hvernig forgangsraðað er hvaða efni skuli skannað og hvernig þekking á safninu hefur breyst á síðastliðnum árum.

Vinna með menningararfinn í hljóði og mynd

Jón tók á móti mér í skannaherbergi safnsins. Herbergið er gluggalaust og dimmt. Þar er finna ótal tæki sem eru notuð til koma safnkostinum yfir á stafrænt form. Þar á meðal eru U-matic, kvarttommu- og betacamtæki og eftirvinnsluaðstaða.

Dýrðardjásnið er þó filmuskanni safnsins sem getur skannað inn flestar filmustærðir. Hann er að auki fallegur, vél sem Steve Jobs hefði stoltur haft inni í stofu. En fegurðin er ekki aðeins fyrir augað; skanninn er laus við öll tannhjól og annað sem gæti hugsanlega skaðað filmurnar. Stílhrein hönnun er í raun hluti af sjálfri virkni skannans.

Filmuskanninn í allri sinni dýrð. RÚV/Ragnar Visage

Það er svona heldur dimmt hérna inni. Er sérstök ástæða fyrir því?

Það er bara þægilegra þegar maður vinnur með myndefni. Ef það er bjart sér maður verr á skjáinn. Svo er þetta bara stemning, segir Jón.

Algjörlega. Ætli ég kalli þetta ekki dýflissu.

Það ættir þú ekki gera vegna þess það er mikil ánægja og gleði hér inni!

Hvað kom til þú fórst starfa hér?

Ég bjó í Bandaríkjunum í 28 ár. Þar lærði ég kvikmyndagerð í New York háskóla og var mikið klippa fyrir samnemendur, aðallega heimildarmyndir. Í framhaldinu slysaðist ég inn í tónlistarmyndbandabransann og var lengi í honum. Átti geggjað tímabil í hipp hoppinu á tíunda áratugnum. Síðan fór ég yfir í auglýsingar og vann oftast fyrir fyrirtæki sem voru með skrifstofu í L.A. og New York og fór mikið á milli. Ég flutti síðan aftur til Íslands í nóvember 2017 og var vinna í heimildarmynd. Þá ég auglýsta stöðu hér sem var fyrsta starfsauglýsingin sem ég hef brugðist við. Í framhaldinu sótti ég um og fékk starfið.

Ég hef mikla reynslu af allri vinnslu á myndefni eftir hafa starfað sem klippari. Þá tók ég við því sem kom út úr myndavélinni og bar ábyrgð á því alveg þar til það fór á skjáinn; þurfti fara í gegnum öll hljóðmix, litgreiningar og fleira. Ég hafði þar af leiðandi mjög góð tök á þessu og gat gengið beint í starfið, segir Jón.

En þú Björn?

Ég tengdist þessum kvikmyndaheimi ekki neitt. Var klára BA-gráðu í sagnfræði í háskólanum, auglýsingu hér og sótti um. Áhugi minn beinist í raun og veru ekki tæknihliðinni heldur sögu þjóðarinnar. vinna með arfinn í hljóði og mynd. En það var náttúrulega margt sem ég þurfti læra eftir ég kom hingað inn. Ég var með góðan mentor, Sigfús Guðmundsson, sem var með fyrstu mönnunum sem störfuðu hjá sjónvarpinu og vann hér lengi vel, segir Björn.

Björn er í rauninni fyrsti starfsmaðurinn sem kemur hérna inn með þessa sögulegu þekkingu. Þá fór byggjast upp öðruvísi kunnátta og skilningur á því hvað er í safninu og í kjölfarið varð meiri dýpt í okkar starfi. Núna getum við túlkað myndefni í sögulegu samhengi miklu betur en áður. Svo erum við einnig komin með kvikmyndafræðing til okkar, Gunnar Tómas Kristófersson, segir Jón.

Stefnirðu á vinna sögulegar rannsóknir með efni safnsins?

Ég aðstoða mikið við það en það er einkum Gunnar Tómas sem sér um rannsóknir, skrif og slíkt. Við erum í stanslausum díalóg um þessi efni, erum svo veikir við erum stundum senda hvor á annan fram eftir kvöldi greinar og pælingar sem við erum með. Ég hef verið í mikilli efnisöflun frá því ég hóf störf, hef farið í gegnum öll Alþingistíðindi og tekið saman lista um öll frumvörp, ræður og fleira sem tengjast kvikmyndum. En ég gef það meira frá mér; miðla efninu til nemenda í kvikmyndafræðinni, þar sem Gunnar Tómas kennir, og reyni kveikja áhuga þeirra á, segir Björn.

Þegar Jón hóf störf hjá Kvikmyndasafni Íslands í mars 2018 var markviss stafvæðing á safninu ekki byrjuð.

Jón Stefánsson á Kvikmyndasafni Íslands. RÚV/Ragnar Visage

Nýi filmuskanninn kom nokkrum mánuðum áður en ég byrjaði. Þá var ekkert skipulagt átak í stafvæða myndbönd farið af stað. Það var bara verið bregðast við einstaka beiðnum og svoleiðis. Ekkert eins fókuserað og það sem við erum gera núna. Þetta var meira svona hipsumhaps en hefur þróast í það sem ég myndi kalla rétta átt, segir Jón.

Flæðilínan er orðin mjög góð. Það ganga öll tæki hérna allan daginn, segir Björn.

Kemur efni beint til þín þegar það kemur í hús?

. Ég skráset og geng frá efninu. Það er síðan ekki tekið fram fyrr en það er stafvætt, segir Björn.

Hvernig er því forgangsraðað hvað skuli skanna?

Forgangsröðunin byggir á stefnumótun sem er tekin í samvinnu. Við tökum oft fundi um hvað við ætlum taka fyrir. Það var ákveðið fyrir nokkru síðan ráðast í skanna inn söfn fyrstu íslensku kvikmyndagerðarmannanna og við byrjuðum á Kjartani Ó. Bjarnasyni [f. 1901]. Hann er frekar óþekktur og lítið var vitað um hvaða efni eftir hann var til, þrátt fyrir hann hefði verið fyrsti maðurinn sem gerði kvikmyndagerð atvinnu á Íslandi. Hann ferðaðist mikið um landið, bæði til skjóta myndefni og til sýna það. Það var alls konar áhugavert efni í safninu hans, segir Jón.

Við höfum skannað allt frá Kjartani og Vigfúsi Sigurgeirssyni [f. 1900] og erum núna klára fara yfir allt frá Ósvaldi Knudsen [f. 1899]. Rannsóknarstyrkir hafa svolítið knúið þetta áfram, segir Björn.

Hér er stutt myndbrot úr Perlum Kvikmyndasafnsins með myndefni eftir Kjartan Ó. Bjarnason.

Filman er heilög

Með aukinni stafvæðingu á myndefni Kvikmyndasafns Íslands skapaðist aukin þörf á finna leiðir til deila efninu með almenningi.

Þáttaröðin Perlur Kvikmyndasafnsins á RÚV, spratt að miklu leyti upp úr spurningunni: Heyrðu, hvar eigum við sýna þetta geggjaða stöff? Þegar farið er af krafti í svona verkefni verða til svo margir þræðir. Núna erum við skanna inn efnið frá Ósvaldi og ætlum í framhaldi sýna myndir eftir hann í Bíótekinu, segir Björn.

Þetta er það sem okkur finnst skipta mestu máli. Með því stafvæða efnið getum við sett saman sýningar og deilt myndefninu með almenningi. Hann á það skilið; hann á safnið, segir Jón.

Bíótekið og Ísland á filmu eru okkar aðalvettvangar. Það var alveg frábært þegar okkur gafst tækifæri til setja Ísland á filmu á stofn. Það hefði ekki verið hægt án samstarfs við danska kvikmyndasafnið þar sem við gengum inn í það viðmót sem þau höfðu smíðað. En það er mikil vinna koma efni þangað inn. Fyrst verður koma því í sýningarhæft form, segir Björn.

Ísland á filmu er vefsíða þar sem hægt er horfa á myndefni Kvikmyndasafns Íslands, www.islandafilmu.is. Þar er meðal annars hægt skoða efni eftir landshlutum og svæðum.

S. Björn Blöndal, Óttarr Proppé og Þorgeir Guðmundsson svara spurningum áhorfenda eftir sýningu Bíótekisins á heimildarmyndinni Ham: Lifandi dauðir. Kvikmyndasafn Íslands/Ester Bíbí Ásgeirsdóttir

Eru heil verk kvikmyndagerðarmanna á Ísland á filmu eða er efnið bútað niður?

Þar eru bæði heil verk og bútar, segir Jón.

Við snertum ekki filmuna. Hún er heilög. En við búum til búta fyrir vefsíðuna til gera efnið aðgengilegra. Svo fólk þurfi ekki endilega horfa á klukkutímalanga kvikmynd, segir Björn.

En þar kemur fram úr hvaða mynd efnið er, segir Jón.

, og þá geturðu fundið myndina og horft á hana í fullri lengd, segir Björn.

Er langt ferli skanna inn safn frá einum kvikmyndagerðarmanni?

Alveg svakalega, svakalega langt ferli. Ég held í alvörunni það slagi í ársvinnu fyrir hvern og einn. Þá er ég tala um ársvinnu þar sem er bara unnið þessu, engar pásur eða neitt, segir Björn.

Fyrst þarf kortleggja efnið, fara í gegnum gagnagrunninn og finna öll eintökin. Það þarf sækja efnið inn í kæli, fara í gegnum það og undirbúa fyrir þvott. Þá fer filman í gegnum þvottavélina og þaðan inn í skannaherbergið þar sem efnið er skannað. Næst fer það í gegnum eftirvinnslu hjá mér þar sem það er litgreint og snurfusað til. Þá fyrst ertu kominn með eitthvað sem hægt væri sýna. Hvert skref í þessu ferli er bara mjög tímafrekt, segir Jón.

Hvað tekur langan tíma frá því þið byrjið skanna þar til þið eruð búin vinna stafrænt eintak af filmu?

Það fer eftir því hvernig ástandið er á myndinni. 20 mínútna verk gæti tekið tvo daga vinna ef filman er mjög vel farin. En það er oftast nær lengri tími en það, segir Jón.

Síðan er auðvitað eitt atriði sem tefur okkur, útgáfusögurnar. Við verðum þekkja þær líka. Tökum dæmi af Ósvaldi Knudsen. Við ætlum skanna mynd sem heitir Þjórsárdalur [1951] en það eru til tvær útgáfur af henni. Hvora eigum við velja? Við verðum vera með rétt efni í höndunum. Það er svipað með sýningarkópíur. Sýningarkópía er ekki það sama og sýningarkópía. Það er mismunandi hvernig þær hafa heppnast og hvernig þær líta út.

Við verðum vega og meta efnið sem getur verið nokkuð snúið. Erum við taka besta efnið? Það getur langur tími farið í spá í þessu en síðan verður bara taka lokaákvörðun, segir Björn.

Ég get gefið þér gott dæmi um þetta. Ég er núna vinna í Eldur í Heimaey [1974] eftir Ósvald og son hans Vilhjálm Knudsen [f. 1944]. Eintakið sem við erum með kallast internegatíf, ekki alveg frumfrummyndin en næstum því. Þeir eru svo skemmtilegir feðgarnir þeir hafa tekið nokkra búta úr myndinni til nota í eitthvað annað. Þá þurfum við finna sýningarkópíuna sem er í skástu ástandi til sækja efnið sem upp á vantar. er ég með tvær sýningarkópíur og er ákveða hvaða efni ég ætla nota til fylla í þessi göt, segir Jón.

Þetta var mjög algengt hjá kvikmyndagerðarmönnum. Frumútgáfan var ekkert heilög. Við Gunnar erum búnir vera skoða Heklumynd Ósvalds [Eldur í Heklu, 1947]. Við erum komnir með fjórar útgáfur af þeirri mynd og erum reyna kortleggja hvenær hver útgáfa var gerð og hver frumútgáfan. Þetta er eitthvað sem við vissum eiginlega ekkert um fyrr en við fórum skanna efnið inn. baki hverri mynd eru oft flóknar útgáfusögur, segir Björn.

Haldiði upp á mismunandi útgáfur?

Algjörlega. Allar. Í tilfelli Ósvalds skönnuðum við inn öll tungumál. Við eigum Jörð úr ægi [1974] á esperanto, segir Björn.

Af því hún hefur verið textuð?

Nei, hún er talstett, segir Björn.

Það er þulur, segir Jón.

Stafli af filmum á Kvikmyndasafni Íslands. RÚV/Ragnar Visage

Við viljum allar útgáfur. Við viljum hafa þær fyrir framan okkur. Eru þær allar eins? Er eitthvað sem var tekið út í japönsku útgáfunni? Það gæti haft einhverja merkingu fyrir okkur. Hvernig eru útgáfurnar? Þjórsárdalur, sem ég nefndi hér áðan, var stytt um sjö mínútur sex árum eftir hún kom út. Hvað var verið stytta, er það eitthvað merkilegt? Eða var hún bara of löng? segir Björn.

Þessar upplýsingar rata stundum í ritrýndar greinar eins og þær sem Gunnar Tómas hefur verið gefa út í virtum tímaritum, segir Jón.

Hann skrifaði í Tímarit Máls og menningar grein um útgáfusögu Björgunararafreksins við Látrabjarg [1949] eftir Óskar Gíslason sem hafði aldrei verið kortlögð. Af henni eru einhverjar fimm mismunandi útgáfur. Líklega héldu margir frægasta útgáfan væri upphaflega en það er bara af og frá.

Þetta er oft mjög flókin saga. Við verðum vita hvað við höfum í höndunum, segir Björn.

Í seinni hluta umfjöllunarinnar sem birtist í næstu viku segja þeir Jón og Björn meðal annars frá því hvernig myndefni er til geymslu á safninu, hvernig geymslunni er háttað og hvað felst í eftirvinnslunni.

Þessi umfjöllun er unnin af meistaranema við Háskóla Íslands í starfsnámi á fréttastofu RÚV.

Nafnalisti

  • Bíótekinusýningaröð Kvikmyndasafns Íslands
  • Björn Blöndaloddviti Bjartrar framtíðar
  • Björn Þór Björnssonlistamaður
  • Eldurallt tiltækt slökkvilið kallað
  • Ester Bíbí Ásgeirsdóttirtónlistarmaður
  • Gunnar Tómas Kristóferssonsérfræðingur hjá Kvikmyndasafni Íslands, um aðra mynd Lofts, Milli fjalls og fjöru
  • Heklahugbúnaðarkerfi
  • Jón Stefánssonorganisti
  • Kjartan Ó. Bjarnason
  • L.A.maður í náttúrunni
  • Óskar Gíslasonmyndin Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra
  • Ósvald Knudsenkvikmyndagerðarmaður
  • Ósvaldur Knudsenbrautryðjandi í gerð leikinna kvikmynda og heimildamynda um íslenska náttúru
  • Óttarr Proppéþáverandi formaður Bjartrar framtíðar
  • Ragnar Visageljósmyndari RÚV
  • Sigfús Guðmundssonfjölmiðlafulltrúi Actavis sem flytur lyfið til landsins
  • Steve Jobstofnandi tæknirisans Apple
  • Vigfús Sigurgeirsson-sem var ljósmyndari embættisins um árabil
  • Vilhjálmur Knudsenkvikmyndagerðarmaður
  • Þorgeir Guðmundssonyfirmaður kvikmyndatækni hjá Tækniskólanum

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 2321 eind í 168 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 150 málsgreinar eða 89,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.