Fimm hress indírokklög á föstudegi
Þorsteinn Hreggviðsson
2025-04-04 13:15
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Wet Leg-Catch These Fists
Þær eru mættar aftur hressu stelpurnar í Wet Leg og fyrsta smakkið af plötu þeirra Moisterizer er býsna bragðgott. Lagið heitir Catch These Fists og innheldur allt sem maður á von á frá Wet Leg og maður syngur hress í bragði I Dont Want Your Love, I Just Wanna Fight eftir tvær eða þrjár hlustanir.
The Hives-Enough Is Enough
Þeir eru þekktir fyrir sín þrumuskot sænku miðaldra rokkararnir í The Hives sem koma frá smábænum Fagersta. Þeirra nýjasta negla er lagið Enough Is Enough og er af væntanlegri plötu þeirra The Hives Forever, Forever The Hives sem kemur út í haust.
Soft Play ásamt Kate Nash-Slushy
Hressu strákarnir í Soft Play hafa sent frá sér grípandi rokkara þar sem þeir vinna með tónlistarkonunni Kate Nash. Lagið heitir Slushy og fjallar um hvað getur verið erfitt að deila krapísdrykk með öðrum og verður að finna á plötu þeirra, Heavy Jelly, sem kemur út um miðjan mánuðinn.
Momma-Rodeo
Þá liggur leiðin til New York því þar starfar hin ágæta indírokksveit Momma sem er upprunalega frá Kaliforniu. Nýjasta lagið þeirra, Rodeo, er á plötu þeirra Welcome To My Blue Sky sem kom út í dag og inniheldur líka hið stórskemmtilega I Want You (Fever).
Lambrini Girls-No Homo
Tussurnar í Lambrini Girls komu og heimsóttu okkur á Iceland Airwaves og sungu fyrir okkur slagara eins og Cuntology 101 og Big Dick Energy við góðar undirtektir. Nýjasta lagið af plötu þeirra Who Let The Dogs Out er síðan hið stór skemmtilega No Homo þar sem ekkert er gefið eftir í rokkstælum og hressleika.
Lagalisti Fimmunar á sænska plötuspilararnum
Nafnalisti
- Big Dick Energy
- Catch These Fists
- Enough Is Enough
- Fagerstabær
- Feverlag
- Forever The Hives
- Heavy Jelly
- Iceland Airwavestónlistarhátíð
- Just Wanna Fight
- Kate Nash
- Lambrini Girls
- No Homo
- Rodeoplata
- Soft Play
- The Hives
- The Hives Forever
- Want You
- Want Your Love
- Welcome To My Blue Sky
- Wet Legfrábær hljómsveit
- Who Let The Dogs Out
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 252 eindir í 16 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 62,5%.
- Margræðnistuðull var 2,06.