Þrjár kempur spila með KV í sumar

Valur Páll Eiríksson

2025-04-04 13:14

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þrír leikmenn sem eiga baki yfir eitt þúsund leiki samanlagt munu spila með Knattspyrnufélagi Vesturbæjar í 2. deild karla í sumar. Þar á meðal eru tveir starfsmenn KR.

Þeir Theodór Elmar Bjarnason, Pálmi Rafn Pálmason og Aron Bjarki Jósepsson voru kynntir sem leikmenn KV á samfélagsmiðlum liðsins í dag. Allir þrír eru fyrrum leikmenn KR og meðalaldur þeirra tæp 40 ár.

Theodór Elmar er aðstoðarþjálfari karlaliðs KR-inga en hann hætti knattspyrnuiðkun í haust eftir síðustu leiktíð lauk. Hann mun hins vegar spila með KV, líkt og Pálmi Rafn, sem spilaði síðast í 2. deild með Völsungi sumarið 2023.

Aron Bjarki spilaði með Gróttu í Lengjudeildinni síðasta sumar. Allir þrír hafa fengið félagsskipti til KV og hafa spilað með KV í Lengjubikarnum í vetur.

Þremenningarnir voru kynntir til leiks í veglegu myndbandi sem sjá neðan. KV mætir Fylki í Mjólkurbikarnum í Vesturbænum á morgun og gera ráð fyrir þeir þrír komi við sögu.

Nafnalisti

  • Aron Bjarki Jósepssonvarnarmaður KR
  • FylkirLionsklúbbur
  • KR-ingaHjálmar landsliðsþjálfari í borðtennis í upphafi 9. áratugarins
  • KVvar í láni hjá Leikni R.
  • Pálmi Rafn Pálmasonleikmaður KR
  • Theodór Elmar Bjarnasonlandsliðsmaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 159 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.