Bein út­sending: Hverja veðjar Arnar á í sínum fyrstu leikjum?

Sindri Sverrisson

2025-03-12 12:47

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kynnir sinn fyrsta landsliðshóp og situr fyrir svörum í beinni útsendingu á Vísi, á blaðamannafundi KSÍ í Laugardal.

Arnar hefur valið hópinn sem mætir Kósovó í tveimur leikjum í umspili Þjóðadeildarinnar, 20. mars í Kósovó og 23. mars á Spáni í heimaleik Íslands. Sigurliðið í einvíginu spilar í B-deild Þjóðadeildar á næsta ári en tapliðið spilar í C-deildinni.

Beina útsendingu frá blaðamannafundi Arnars sjá hér að neðan eða á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi.

Arnar tók við sem landsliðsþjálfari 15. janúar, eftir frábæran árangur sem þjálfari Víkings. Hann tók við starfinu af Åge Hareide og hefur mestu leyti haldið sig við sama þjálfarateymi, svo Davíð Snorri Jónasson er áfram aðstoðarlandsliðsþjálfari.

Leikirnir við Kósovó eru fyrstu leikir Íslands undir stjórn Arnars en bið verður eftir fyrsta leik hans á Laugardalsvelli þar sem framkvæmdir standa yfir til gera völlinn leikhæfan stærri hluta árs en áður. Því verður heimaleikur Íslands gegn Kósovó í Murcia á Spáni.

Ísland spilar svo vináttulandsleiki ytra gegn Skotlandi og Norður-Írlandi 6. og 10. júní, áður en undankeppni HM fer fram í haust en hún hefst með leik við Aserbaídsjan 5. september. Í undanriðli Íslands verða einnig Úkraína og svo sigurliðið úr einvígi Króatíu og Frakklands í mars.

Nafnalisti

  • Åge Hareideþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta
  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • B-deild1. sæti
  • Davíð Snorri Jónassonþjálfari liðsins
  • Stöð 2 VísiRás 5 hjá notendum Vodafone, rás 8 hjá notendum Símans
  • Víkingurknattspyrnufélag

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 209 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.