Viðskipti

Óvissa um tollaáætlanir Trump veldur titringi í við­skiptalífinu

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-12 12:40

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Óstöðug stefna Donalds Trump Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum og síbreytileg skilaboð um tolla hafa vakið áhyggjur meðal viðskiptaleiðtoga, þingmanna Repúblikana og jafnvel innan Hvíta hússins sjálfs.

Aðstoðarmenn forsetans hafa undanfarið orðið fyrir flóðbylgju símtala frá forstjórum og hagsmunaaðilum sem krefjast meiri fyrirsjáanleika í tollamálum til róa fjármálamarkaði og viðskiptalíf.

Á mánudag fundaði Trump með æðstu stjórnendum tæknifyrirtækja á borð við IBM, Qualcomm og HP í Roosevelt-sal Hvíta hússins.

Samkvæmt heimildum The Wall Street Journal lýstu sumir forstjóranna áhyggjum sínum af tollastefnu forsetans og bentu á hún gæti skaðað atvinnugreinina. Trump hélt því þó fram fundargestir hefðu rætt fjárfestingar í Bandaríkjunum.

Áhyggjur hafa einnig vaknað á meðal þingmanna Repúblikana sem telja Trump hafi ekki heildstæða efnahagsáætlun.

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Scott Bessent, lýsti því nýlega yfir efnahagslífið þyrfti á afeitrun halda.

Trump hefur viðurkennt tollar gætu haft neikvæð áhrif á neytendur og lét hafa eftir sér í viðtali á sunnudag tollastríðið gæti leitt til kreppu. Ummæli forsetans höfðu neikvæð áhrif á fjármálamarkaði og urðu miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum á mánudag.

Sjá einnig]] Meiri þolinmæði fyrir lækkunum en áður: Afteitrunar-tímabil

Ósamræmi veldur spennu innan Hvíta hússins

Trump og ráðgjafateymi hans hafa ítrekað gert skyndibreytingar á tollastefnunni með undanþágum og afturköllun á áður boðuðum aðgerðum. Þetta hefur valdið spennu innan Hvíta hússins, þar sem sumir efnahagsráðgjafar forsetans óttast óvissan um tollastefnuna hafi neikvæð áhrif á markaði og verðlagningu á hrávöru eins og orku og byggingarefnum.

Howard Lutnick, viðskiptaráðherra og fyrrverandi forstjóri Cantor Fitzgerald, hefur leitt umfangsmikla tollastefnu Trump og er reglulegur gestur í sjónvarpsviðtölum þar sem hann útskýrir stefnu stjórnvalda.

Hins vegar hafa aðrir í efnahagsteymi forsetans, þar á meðal Kevin Hassett, yfirmaður Þjóðhagráðsins, og Jamieson Greer, viðskiptaráðherra, oft verið útilokaðir frá stefnumótunarferlinu.

Heimildir WSJ herma þetta hafi leitt til ringulreiðar innan stjórnkerfisins, eins og þegar Lutnick tilkynnti í sjónvarpi Kanada og Mexíkó gætu komist hjá 25% tollum gegn því takast á við fentanýlsmygl, án þess aðrir embættismenn hefðu verið upplýstir.

Sjá einnig]] Megináhyggjuefnið er að sjálfsögðu mögulegir tollar á íslenskar vörur

Repúblikanar áhyggjufullir

Á meðan efnahagsteymi forsetans tekst á við innri átök, vex óánægja meðal þingmanna Repúblikana.

Mike Rounds öldungadeildarþingmaður frá Suður-Dakóta lýsti óánægju með stefnuna og sagði óvissan væri mjög pirrandi fyrir bændur og fyrirtæki í hans ríki.

Thom Tillis, öldungadeildarþingmaður frá Norður-Karólínu, sagði ruglingsleg og ósamræmd stefna væri farin hafa áhrif á hlutabréfamarkaði og viðskiptalífið. Fyrirtæki hata óvissu, sagði hann.

Þrátt fyrir aukinn þrýsting virðist Trump ákveðnari en nokkru sinni fyrr fylgja eftir tollastefnu sinni. Í fyrri forsetatíð sinni fylgdist hann grannt með hlutabréfamörkuðum og mildaði stefnu sína ef verð féll.

virðist hann síður tilbúinn til bakka, þó hann hafi dregið úr hörðum aðgerðum í sumum tilfellum. Þess í stað er áhersla lögð á markvissari tolla með undanþágum fyrir lykilatvinnugreinar.

Trump hyggst tilkynna nýja gagnkvæma tollastefnu í apríl, sem byggist á jöfnum tollum gagnvart löndum sem leggja tolla á bandarískar vörur. Hins vegar getur tekið sex mánuði eða lengur innleiða slíka stefnu, samkvæmt heimildum.

Á meðan beðið er eftir skýrari stefnumörkun heldur óvissan áfram valda óróleika á mörkuðum og í viðskiptalífinu.

Sjá einnig]] Trump hættir við tvöfalda tollana á Kanada

Nafnalisti

  • Cantor Fitzgeraldfjárfestingabanki
  • Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
  • Fjármálaráðherra BandaríkjannaSteven Mnuchin
  • Howard Lutnick
  • HPtölvuframleiðandi
  • Jamieson Greer
  • Kevin Hassett
  • Mike Rounds
  • Qualcommhingað til hefur útvegað Apple og fleirum þær
  • Scott Bessent
  • The Wall Street Journalbandarískt dagblað
  • Thom Tillisöldungadeildarþingmaður
  • Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
  • WSJtímarit

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 573 eindir í 30 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 27 málsgreinar eða 90,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.