Stjórnmál

Dregið úr stuðningi og sjónum beint að mestu neyðinni

Ritstjórn mbl.is

2025-03-18 12:35

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Dregið verður úr húsnæðisstuðningi til handa Grindvíkingum og sjónum beint mestu neyðinni.

Þetta kom fram í máli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra sem ræddi við blaðamenn í Stjórnarráðinu eftir hafa kynnt aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málefnum Grindavíkur og Grindvíkinga.

Segir Kristrún húsnæðisstuðning hafa verið ríflegan miðað við almennar húsaleigubætur og annað þess háttar. Heimili hafi fengið húsnæðisstuðning sem metið er sem svo þurfi ekki lengur á honum halda.

Segir hún stóran hluta Grindvíkinga kominn í varanlegt húsnæði og þar fjárhagurinn kannski ekki stærsta áskorunin heldur andlega heilsan.

Svo vitum við um þessi í kringum 90 heimili sem standa verulega illa, eru ekki komin í varanlegt húsnæði og fókusinn verður á þau, segir Kristrún.

Almennari úrræði

Spurð hvort hún geti nefnt einhverjar krónur og aura í samhengi við kynntar aðgerðir segir Kristrún það ekki hafa verið reiknað út sérstaklega hversu mikið sparist enda það ekki útgangspunkturinn.

Útgangspunkturinn er við beinum sjónum þeim sem eru í mestu neyðinni.

Segir ráðherra séum við fara inn í eldsumbrotaskeið á Reykjanesinu í heild sinni og því verði víkka sjóndeildarhringinn aðeins og beina úrræðum með almennari hætti en eingöngu Grindvíkingum.

Ekki tímabært endurbyggja

Segir í kynntum aðgerðum ekki ráðlegt hefja stórtæka endurreisn í Grindavík á þessum tímapunkti.

Um það segir Kristrún enn þá hættustig viðvarandi samkvæmt almannavörnum. Það geti enn allt gerst og búist við eldgosi. Þannig einfaldlega ekki tímabært mati stjórnvalda fara í stórtæka enduruppbyggingu núna.

Það breytir því ekki eftir þessar ákvarðanir hafa verið teknar núna munum við nota þær sviðsmyndargreiningar sem voru unnar til fara í þétt samráð á næstu vikum og mánuðum með Grindavíkurbæ og með Grindvíkingum um hvernig möguleg enduruppbygging gæti litið út, segir Kristrún.

Hún tekur þó fram engin tímasetning komin á hvenær það nákvæmlega hefst. Það háð hættustigi og mati almannavarna.

Þessi umræða þarf byrja eiga sér stað. Við sýnum því skilning og það verður ráðist í slíka umræðu núna.

Það er fullkomin samstaða í ríkisstjórn um þetta og fólk áttar sig á því við þurfum aðeins skipta um gír.

Núna þegar við höfum tekið ákvörðun um þetta og við erum komin inn í svolítið annað ástand varðandi stuðningsaðgerðir þá gefst líka ráðrúm til taka umræðu um hvað koma skal í Grindavík, segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.

Nafnalisti

  • Kristrún Frostadóttirformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 429 eindir í 22 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 19 málsgreinar eða 86,4%.
  • Margræðnistuðull var 1,66.