Framkoma Bandaríkjamanna vegna Grænlands „dapurleg“

Grétar Þór Sigurðsson

2025-03-29 13:09

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Mér finnst framkoma Bandaríkjanna einhverju leyti þegar kemur Grænlandi, mér finnst hún vera frekar dapurleg. Bæði Danmörk og Bandaríkin hafa verið og eru í NATO, þetta eru bandamenn í gegnum áraraðir og hafa átt gott samstarf í gegnum árin. Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við fréttastofu

Það verður aldrei nógu oft sagt það á virða fullveldi ríkja. Það á virða alþjóðalög. Við Íslendingar eigum allt okkar undir því svo gert. Þannig þetta er kannski frekar dapurleg þróun, segir Þorgerður. Hún segir vini eiga ræða málin í stað þess eiga í óþarfa átökum.

Í morgun sagði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, Danir kærðu sig ekki um tóninn í máli Bandaríkjamanna. Þar brást Rasmussen við orðum J.D. Vance, varaforseta Bandaríkjanna sem sagði Dani ekki hafa reynst grænlensku þjóðinni vel. Rasmussen sagði Danmörku ekki hafna yfir gagnrýni í málefnum Grænlands en svona ættu Bandaríkjamenn ekki tala við náinn bandamann.

Tugir mótmæltu heimsókn bandarískrar sendinefndar til Grænlands fyrir utan Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag.

Samband Íslands og Bandaríkjanna gott

Spurð því hvað íslensk stjórnvöld geti gert í málefnum Grænlands, segir Þorgerður:

Fyrst og síðast ávallt undirstrika það það er ekkert um Grænland án Grænlendinga. Það náttúrlega hefur ekki breyst hjá okkur. Það er frekar þunginn er aukast hjá okkur öllum norðurlandaþjóðunum, það er mikið samtal á milli okkar, ekki síst þessa dagana.

Hún segir samband Íslands og Bandaríkjanna ekki hafa breyst.

Samband Íslands við Bandaríkin hefur verið gott. Það er ekkert sem bendir til þess það samstarf og það vinarþel nokkuð breytast. Það er gott á milli þjóðanna.

Fjölga þarf stoðum undir varnir og öryggi landsins

Hún segir varnarsamninginn milli Íslands og Bandaríkjanna enn vera aðra af tveimur stoðum í vörnum landsins ásamt aðildinni NATO. Þeim stoðum þurfi fjölga.

Það gerum við með tvíhliða samstarfi við þjóðir eins og Kanada, Noreg, Bretland og við Evrópusambandið.

Þorgerður segir vinnu þverpólitískrar þingmannanefndar við varnar- og öryggisstefnu hefjast.

Fyrst og síðast þá þurfum við Íslendingar vera undirbúnir. Við þurfum vera á varðbergi og vinna heimavinnuna okkar og það erum við einmitt gera, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.

Nafnalisti

  • J.D. Vancerithöfundur
  • Lars Løkke Rasmussenfyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 403 eindir í 28 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 26 málsgreinar eða 92,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,53.