Slys og lögreglumál

„Þið hljótið að vera að grínast í mér“

Ritstjórn mbl.is

2025-03-24 23:16

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Bandaríska blaðamanninum Jeffrey Goldberg var fyrir mistök bætt í hópspjall á smáforritinu Signal þar sem æðstu embættismenn Bandaríkjanna ræddu fyrirhugaðar árásir Bandaríkjanna á Húta í Jemen.

Árásirnar voru gerðar 15. mars en Goldberg, sem er ritstjóri hjá tímaritinu Atlantic, var bætt inn í spjallið tveimur dögum fyrr.

Hann hefur skrifað grein um atvikið og hefur Hvíta húsið staðfest fregnirnar og sagst vera skoða hvernig númeri Goldberg hafi óvart verið bætt við hópspjallið.

Hefði getað gert mikinn skaða

Á meðal þeirra sem voru í spjallinu voru J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og Marco Rubio utanríkisráðherra.

Einnig mátti þar finna Tulsi Gabbard, yfirmann leyniþjónustu Bandaríkjanna, John Ratcliffe, yfirmann CIA og Mike Waltz þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta.

AFP-fréttaveitan greinir frá lekinn hefði getað valdið miklum skaða hefði Goldberg kosið birta upplýsingar um áform Bandaríkjanna fyrir árásina, sem hann gerði ekki.

Hegseth upplýsti um skotmörkin

Í greininni fjallar Goldberg um Hegseth hafi m.a. sent upplýsingar á spjallþráðinn um skotmörk, vopn sem yrðu notuð og framkvæmdaröð árásanna.

Er Hegseth sagður hafa áætlað fyrstu sprengingarnar í Jemen myndu heyrast klukkan 13.45 staðartíma, sem reyndist rétt metið.

Kallar eftir rannsókn

Öryggisbresturinn hefur vakið mikla reiði á meðal demókrata. Chuck Schumer, helsti leiðtogi demókrata í bandarísku öldungadeildinni, hefur krafist þess ítarleg rannsókn verði gerð á honum.

Þá hefur Jack Reed öldungadeildarþingmaður einnig gagnrýnt öryggisbrestinn og kallað kæruleysi embættismanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sláandi og hættulegt.

Sömuleiðis hefur Hillary Clinton, sem Trump réðst ítrekað á fyrir nota einkanetþjón á meðan hún var utanríkisráðherra landsins, birt grein Goldbergs á X ásamt skilaboðunum: Þið hljótið vera grínast í mér.

Trump styður enn við þjóðaröryggisráð sitt

Trump virtist sjálfur koma af fjöllum er blaðamenn spurðu hann um atvikið í dag.

Í yfirlýsingu frá talsmanni Hvíta hússins í kvöld kom þó fram Trump hefði enn fulla trú á þjóðaröryggisráði sínu, þar á meðal Mike Waltz.

Nafnalisti

  • AFP-fréttaveitanversti fellibylurinn sem skollið hefur á eyjunum á þessum tíma árs
  • Atlantictímarit
  • Chuck Schumerleiðtogi Demókrata
  • Donald Trumps Bandaríkjaforsetaþar gert ráð fyrir 5,7 milljörðum dollara í múrinn sem forsetinn vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó
  • Hillary Clintonfyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata
  • Hvíta húsiðauglýsingastofa
  • J.D. Vancerithöfundur
  • Jack Reed
  • Jeffrey Goldbergritstjóri The Atlantic
  • John Ratcliffenúverandi yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna
  • Marco Rubioöldungadeildarþingmaður
  • Mike Waltzrepúblikani
  • Pete Hegseth
  • Signalsamskiptaforrit
  • Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
  • Tulsi Gabbardfulltrúadeildarþingkona

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 326 eindir í 18 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.