Stjórnmál

Sjálfstæðisflokkurinn aftur stærstur

Ritstjórn mbl.is

2025-03-26 19:34

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,3% fylgi í nýrri könnun og er samkvæmt henni stærsti flokkur landsins. Samfylkingin eykur einnig fylgi sitt, Viðreisn stendur í stað en Flokkur fólksins dalar.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Vísi. Þar segir könnunin hafi verið gerð á dögunum 5. til 19. mars.

Er þetta fyrsta mælingin frá því Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem nýr formaður. Í seinustu könnun, sem Maskína gerði í lok febrúar, stóð fylgi flokksins í 21,4%.

Píratar og VG mælast enn utan þings

Ríkisstjórnarflokkarnir mælast alls með 46,6% fylgi og halda þökk 5% múrsins.

Þar hefur Samfylkingin bætt við sig örlitlu fylgi og stendur í 23,3%. Fylgi Viðreisnar hefur lítið sem ekkert breyst, 14,8% en Flokkur fólksins lækkar úr 9,1 og stendur í 8,5%.

Miðflokkurinn tapar örlitlu fylgi og fer úr 11,5% í 10,9%. Framsókn lækkar úr 7,3% í 6,8%. Vinstri grænir og Píratar bæta lítillega við sig en kæmust enn ekki á þing. Sósíalistar tapa fylgi og falla undir 5%mörkin.

Nafnalisti

  • Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 181 eind í 14 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 92,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,78.