Efnahagsmál

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Eyjan

2025-04-02 06:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Á ferðum mínum um landið sem leiðsögumaður tek ég eftir því það er ekki eingöngu saga landsins okkar, jarðfræði og náttúra sem ferðamenn vilja fræðast um heldur einnig við hvað forfeður okkar störfuðu og hvernig þeim tókst lifa af í þessu harðbýla landi. Einnig er oft spurt um stöðu landsins okkar í dag og framtíðarmöguleika þess.

Margir ferðalangar vilja þannig fróðleik um sögu efnahagslífsins á Íslandihagsögu landsins og hvernig Íslandi tókst fara frá því vera eitt fátækasta land Evrópu í verða einu ríkasta landi í heimi mælt í þjóðarframleiðslu á mann. Það vekur einnig furðu þeirra landið okkar skipar oft efstu sætin í heiminum hvað varðar lífsgæði, sjálfbærni og jöfnuð.

En þetta var ekki alltaf svona. Skoðum hagsögu landsins okkar nánar.

Þrjú efnahagsskeið

Dr. Ágúst Valfells verkfræðingur fjallaði meðal annars um atvinnusögu Íslands og er skoðana hans getið í bók Esbjörns og Rakelar Rosenblad, Saga Íslandsúr fortíð í nútíð.

Hann skiptir atvinnusögu landsins í þrjú skeið. Það fyrsta kallar hann landbúnaðartímabilið sem varði frá landnámi til aldamótaársins 1900 en á því tímabili lifðu allt 95% landsmanna af landbúnaði og bjuggu í sveitum. Langflestir bjuggu í torfhúsum en á síðustu árum 19. aldar jókst þilskipaútgerð og tekjur af sjávarútvegi jukust.

Annað skeiðið mati Ágústar var frá um 1900 til 1950. Hann kallar þetta skeið sjávarútvegstímabilið en á því tímabili jókst togaraútgerð og útflutningur sjávarafurða mikið. Frysting afla hófst og söltun varð arðbær auk þess síld og fiskimjöl urðu mikilvægar útflutningsafurðir.

Það þriðja sem byrjar um 1950 nefnir Ágúst sjávarútvegs- og orkutímabilið en með jarðhita- og vatnsaflsvirkjunum verður bylting í hitaveitu og raforkuframleiðslu. Stóriðjan varð mikilvægri iðnaðar- og útflutningsgrein og fyrstu orkuskiptin áttu sér stað þegar húshitun með jarðhita hófst.

Frá hörmungum til hagsældar

Ég hef skipt hagsögu landsins okkar í nokkur hagvaxtar- og hnignunarskeið.

Talið er við lok landnáms árið 930 hafi Íslendingar verið um 23 þúsund en um 1100 voru landsmenn orðnir um 77 þúsund. Það segir okkur fyrstu 230 ár sögu okkar hafi verið mikið velmegunarskeið. Eldiviður var nægur, fiskur í öllum ám og vötnum og auðvelt var reisa torfhús og afla heyja.

Hlýtt veðurfar leiddi til mikillar kornræktunar og segja heimildir forfeður okkar hafi stundað mikinn útflutning á byggi. Ísland var þá miðstöð Grænlandsverslunar með skinn og rostungsafurðir sem voru einhverjar verðmætustu vörur þess tíma. Fiskveiðar voru stundaðar með svokölluðum eftirbátum sem voru fastir við knerrina sem fluttu landnámsmennina til Íslands.

Harðindi í um 800 ár

Mannfjöldi á Íslandi árið 1900 er talinn hafa verið um 78 þúsund eða svipaður og árið 1100.

Þessi 800 ár dundu yfir landið okkar harðindi þar sem allt fjórðungur þjóðarinnar féll. Þau helstu voru Svartidauði, Stórabóla, jarðskjálftar og eldsumbrot þar sem Móðuharðindin ollu hvað mestu mannfalli. Meðan erlend skip veiddu umhverfis landið gátu landsmenn lítið stundað sjávarútveg meðal annars vegna vistarbands sem bændur settu á vinnufólk. Síðasta hungursneiðin var um 1870. Eftir það hófst hagvaxtarskeið til ársins 1914.

Hagsæld eftir aldamótin 1900

Það fullyrða nýtt tímabil hagvaxtar hafið um árið 1900. Á nítjándu öldinni hófst þilskipaútgerð sem gerði sjávarútveg mikilvægari atvinnugrein en landbúnað. Einnig efldist milliríkjaverslun eftir viðskiptafrelsið komst á upp úr 1850.

Útflutningur á skreið og saltfiski jókst verulega, einnig lifandi sauðum til Bretlands og hákarlalýsi sem lýsti upp stórborgir Evrópu. Hvalveiðar og síldveiðar hófust á þessum tíma svo og togaraútgerð.

Alls kyns iðnaður byggðist upp í landinu þar sem skipasmíðar, netagerð, húsasmíði úr timbri og steypu, vélsmiðjur, matvælaframleiðsla og fataiðnaður hóf innreið sína. Heildsalar og smásalar efldust og miklar framfarir urðu þegar símasamband við útlönd komst á árið 1906.

Peningastofnanir urðu til, sparnaður jókst og peningaviðskipti jukust smátt og smátt. Erlent fjármagn streymdi inn í landið, bæði fyrir tilstuðlan erlendra fyrirtækja en líka vegna þess stofnaður var nýr banki árið 1904, Íslandsbanki.

Íslenska krónan var skiptanleg í Evrópu þar sem Ísland var í gjaldmiðlasambandi við hin Norðurlöndin.

Samgöngur voru líka bættar mikið, lagðir vegir og byggðar brýr. Strandsiglingar og millilandasiglingar jukust þegar Eimskipafélagið var stofnað árið 1914.

Árin eftir 1918 einkenndust af miklum höftum á viðskiptum við útlönd. Lítill hagvöxtur var fram hernámi Breta árið 1940 en talið er hagvöxtur stríðsárin fimm hafi verið um 20% á ári.

Það var ekki fyrr en Viðreisnarstjórnin tók við árið 1959 hagkerfi Íslands var nútímavætt með frjálsum viðskiptum enda jókst utanríkisverslun strax um allt 40%.

Stærstu framfaraskrefin voru síðan stóriðjan sem byrjaði 1968, efling sjávarútvegs og lyfjaiðnaðar, EFTA aðild 1970, EES aðild 1995, aukning ferðaiðnaðar upp úr 2010 og stórefling hugverkaiðnaðar eftir 2015 sem er orðinn einni stærstu stoð útflutnings auk áls, fiskafurða og ferðaiðnaðar.

Framtíðin er björt hjá okkur, eða hvað?

Fram undan er mikil tími framfara í okkar landi sem er þó ekki sjálfgefinn.

Helstu ógnanir eru þær fiskimiðin mengist, ódýrari orkugjafar en okkar sjái dagsins ljós og yfirálag á náttúruperlum fæli ferðamenn frá landinu. Einnig ef öryggi landsins er ógnað með ásælni stórvelda eða sæstrengir rofni.

En mannauðurinn mun bara eflast og ég spái því hugverkaiðnaðurinn verði stærsta atvinnugrein okkar í framtíðinni.

Það sem þarf leggja áherslu á hér á landi næstu árin er stórauka samskipti og efla samstarf við nágrannaþjóðir okkar í Evrópu, taka upp varnarsamstarf við þau og fram tollfrelsi á öllum okkar útflutningsafurðum.

Fram undan eru miklar fjárfestingar í orkugeiranum, vegakerfinu, dreifikerfi raforku og byggingu íbúða fyrir ört stækkandi íbúafjölda. Til þess það takist er nauðsynlegt er fram lækkun á vöxtum þannig einkafjárfesting á þessum sviðum arðbær. Við þurfum því taka upp alþjóðlegan gjaldmiðil sem er forsenda lækkunar vaxta í landinu og aukinnar erlendrar fjárfestingar.

Með fullri aðild Íslands Evrópusambandinu verður auðveldara fyrir okkur þessum markmiðum. Aðildarviðræðurnar sem hefjast bráðlega verða líklega mikilvægasta framfaraverkefni okkar á næstu árum.

Ég er sannfærður um ferðamennirnir eru mér sammála.

Nafnalisti

  • Ágúst Valfellsdeildarforseti verkfræðideildar HR
  • Rakel Rosenblad
  • Saga Íslandssaga baráttu uppá líf og dauða við náttúruöflin

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 1027 eindir í 60 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 54 málsgreinar eða 90,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.