Starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu var ógnað
Ingunn Lára Kristjánsdóttir
2025-03-14 19:45
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir ítrekuðu áreiti í aðdraganda þess að sendiráðinu var lokað í ágúst 2023. Ekki var hægt að tryggja öryggi starfsmanna sendiráðsins, segir fyrrverandi utanríkisráðherra.
DV greindi fyrst frá þessu og vísaði í frétt breska dagblaðsins Daily express um málið. Heimildir fréttastofu herma að lýsingarnar í frétt Daily express séu ekki fjarri lagi.
Þar kemur fram að brotist hafi verið inn á heimili starfsmanna sendiráðsins. Einn starfsmannanna, sem er grænmetisæta, hafi fundið kjötstykki í ísskáp sínum eftir innbrot. Í öðru atviki hafi gluggi verið skilinn eftir opinn og sígarettubrunaför skilin eftir.
Í frétt Daily express er fullyrt að leyniþjónusta Rússlands beri ábyrgð á innbrotunum og áreitinu. „Tilgangurinn er að láta diplómatana vita að Rússland hafi aðgang að íbúðum þeirra og geti komið og farið eins og þeim hentar,“ er haft eftir David Dunn, prófessor við Birmingham háskóla.
Slík kúgun fæli í sér alvarlegt brot á Vínarsamningi um stjórnmálasamband.
Utanríkisráðherra ákvað í byrjun júní 2023 að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu. Sendiráðinu var lokað 1. ágúst 2023. RÚV
Ekki hægt að tryggja öryggi starfsmanna
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, sagði á sínum tíma að það samræmdist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu.
Ákvörðun um að leggja starfsemina í Moskvu niður fæli ekki í sér slit á stjórnmálasambandi ríkjanna.
Aðspurð segir Þórdís Kolbrún við fréttastofu að öryggi starfsmanna hafi verið ógnað.
„Við töldum okkur ekki geta tryggt öryggi okkar starfsfólks í Moskvu og að það voru ástæður fyrir því. Aðrar ástæður voru fyrir þeirri ákvörðun að leggja starfsemina tímabundið niður en þetta hafði áhrif,“ segir Þórdís Kolbrún.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, tók ákvörðun um að loka sendiráði Íslands í Moskvu. RÚV/Ragnar Visage
Ísland fyrst til að loka sendiráði eftir innrásina
Utanríkisráðuneytið ákvað í júní 2023 að leggja niður starfsemi sendiráðsins. Ákvörðunin vakti heimsathygli en Ísland varð fyrst allra þjóða til þess að leggja alfarið niður starfsemi sendiráðs í Rússlandi eftir að innrásin í Úkraínu hófst.
Enginn sendiherra hefur verið í sendiráði Rússlands frá því í ágúst 2023. RÚV/Þór Ægisson
Mikhail V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, yfirgaf landið í ágúst og starfsmönnum sendiráðsins var fækkað úr tuttugu í átta.
Nafnalisti
- Dailyfréttamiðill
- David Dunnöryggisvörður
- Mikhail V. Noskovsendiherra Rússlands á Íslandi
- Ragnar Visageljósmyndari RÚV
- Þór Ægissonmyndatökumaður RÚV
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttirnýsköpunarráðherra
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 382 eindir í 27 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 27 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,55.