Viðskipti

Gjald á makríl hefði verið 1.705% hærra

Ritstjórn mbl.is

2025-04-04 13:01

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hækkun veiðigjalds á uppsjávartegundir mun verða hlutfallslega töluvert meiri en á þorsk og ýsu miðað við frumvarpsdrögin sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur látið birta í samráðsgátt stjórnvalda.

Í frumvarpsdrögunum er laft til veiðigjald á norsk-íslenska síld, kolmunna og makríl taki mið af uppboðsverði á mörkuðum í Noregi. Í greinargerðinni er áætlað á síðasta ári hefði ríkissjóður innheimt 1.705% meira í veiðigjöld vegna makrílveiða en raunin varð og munar um 2,7 milljarða króna.

Þá voru á síðasta ári greiddar 554 milljónir króna í veiðigjald vegna síldar en upphæðin hefði verið 174% hærri miðað við fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar. Veiðigjald af kolmunna hefði þó dregist saman um 9,5% og numið 929,5 milljónum króna.

Í tilfelli þorsks og ýsu er hins vegar lagt til aðeins verði miðað við verð á innlendum fiskmörkuðum og ekki tekið tillit til innri viðskipta útgerða sem bæði reka útgerð og vinnslu.

Fram kemur í greinargerð frumvarpsins innheimtur hefði verið 13,1 milljarður króna vegna tegundanna á síðasta ári ef þessi viðmið hefðu verið í gildi þá, en það er rúmlega 75% hækkun frá þeim 7,5 milljörðum sem innheimtir voru.

Nafnalisti

  • Hanna KatrínFriðriksson

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 182 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.