Sæki samantekt...
Hönnunarhátíðin Hönnunarmars var opnuð formlega klukkan fimm í gær í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra hélt erindi og sagði frá því að hönnun væri ekki bara álegg ofan á brauð heldur aðalinnihaldsefnið í deiginu. Sem er rétt. Hönnun kemur fyrir í öllum athöfnun dagslegs lífs og snýst ekki bara um glansandi hönnunarhúsgögn og hannaðar tískuflíkur og hönnun er ekki bara fyrir uppskrúfuð snobbhænsn.
Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætti í opnunarhófið ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni. Hún klæddist fallegum kjól frá Anitu Hirlekar og þegar blaðamaður vatt sér upp að henni og spurði: „Í hverju ertu og hvað kostaði það“, þá hló Halla og sagði: „Á dauða mínum átti ég von en ekki því að fatastíll minn rataði í fréttirnar,“ sagði hún og hló. Hún hafði ekki séð það fyrir! En svona getur lífið verið óútreiknanlegt og skemmtilegt.
Í Hafnarhúsinu voru þó fleiri en íslenskir embættismenn. Þar var hinn finnski Mikko Puttonen sem er áhrifavaldur og tískugoðsögn og var heillaður af landinu, náttúrunni og kraftinum sem ríkir hérlendis.
Hönnunarmars stendur sem hæst í dag og um helgina! Ef þú þarft að sjá eitthvað fallegt, finna nýja lykt, hreyfa við skinfærum og anda að þér fegurð þá er Reykjavíkurborg iðandi akkúrat núna.
Nafnalisti
- Anita Hirlekarfatahönnuður
- Björn Skúlasonverkstjóri áhaldahúss í þorpinu
- Halla Tómasdóttirfyrrverandi forsetaframbjóðandi
- Logi Einarssonfráfarandi formaður Samfylkingarinnar
- Mikko Puttonen
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 223 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 75,0%.
- Margræðnistuðull var 1,47.