Segjast ekki hafa fengið neina kvörtun

Ritstjórn mbl.is

2025-03-20 19:55

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

María Sakharóva, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, hló þegar hún var spurð út í ástæður þess Ísland lokaði sendiráði sínu í Moskvu árið 2023.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, greindi frá því á dögunum starfsfólki íslenska sendiráðsins hefði verið ógnað með ýmsum hætti, en breska dagblaðið Daily Express fjallaði fyrst um hina ógnandi hegðun.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, núverandi utanríkisráðherra, staðfesti svo í samtali við Ríkisútvarpið ein ástæða þess sendiráðinu var lokað var brotið var gróflega á friðhelgi starfsfólks þess.

Þá sagði Þorgerður Katrín rússneskum stjórnvöldum hefði verið gert viðvart um málið.

Í frétt Prövdu kemur fram Sakharóva var spurð á vikulegum blaðamannafundi sínum út í þessi orð Þorgerðar Katrínar um Rússar hefðu ekki tryggt öryggi íslenska starfsfólksins. Hver sagði það? Utanríkisráðherra Íslands? Heitir hún kannski Baerbock-2? spurði Sakharóva hlæjandi og gerði lítið úr útskýringum utanríkisráðherra.

Vísaði hún þar í Önnulenu Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, en óhætt er segja hún er ekki hátt skrifuð hjá Kremlverjum.

Sakharóva sakaði Þorgerði um lygar og sagði íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið loka sendiráðinu sínu og draga úr umsvifum þess rússneska í Reykjavík til þess sýna samstöðu með vesturveldunum. Sagði hún jafnframt enginn á Íslandi virðist hafa haft áhyggjur af þeim skaða sem þetta kynni valda samskiptum Íslands og Rússlands.

Sakharóva sagði jafnframt Rússar hefðu ekki fengið neinar kvartanir frá íslenskum stjórnvöldum um ógnir eða hótanir gegn íslenska sendiráðinu eða starfsfólki þess.

Sagði hún Rússar hefðu kvartað til íslenska utanríkisráðuneytisins vegna skemmdarverka á sendiráði Rússa í Reykjavík árið 2022 en verið svarað með lítilsvirðingu. Sagði Sakharóva þar hefðu Íslendingar brugðist skyldum sínum samkvæmt Vínarsáttmálanum um sendiráð.

Spurðu ríkisstjórn Íslands og utanríkisráðuneyti þessa lands og biddu um einhvers konar skjal sem þau hefðu sent til Rússlands vegna hinnar meintu ógnar gegn sendiráði þeirra og biddu þau um veita fleiri öryggisráðstafanir, sagði Sakharóva jafnframt.

Nafnalisti

  • Daily Expressdagblað
  • María Sakharóvatalskona rússneska utanríkisráðuneytisins
  • Önnulenu Baerbock
  • Prövdusovéskt málgagn
  • Utanríkisráðherra ÍslandsÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttirnýsköpunarráðherra
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 334 eindir í 15 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 93,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.