Slys og lögreglumál

31 látinn í árásum Bandaríkjamanna á Jemen

Hugrún Hannesdóttir Diego

2025-03-15 22:34

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði loftárásir á yfirráðasvæði Húta í Jemen í dag. Minnst 31 var drepinn í árásunum og 101 særðist, sögn heilbrigðisyfirvalda, meðal annars í höfuðborginni Sanaa. Árásirnar eru umfangsmesta hernaðaraðgerð á seinna kjörtímabili Trump til þessa. Hútar eru hliðhollir Hamas-samtökunum á Gaza.

Erlendir miðlar hafa eftir íbúum Sanaa árásirnar hafi beinst byggingum við þekktar bækistöðvar Húta.

Ráðamenn í Bandaríkjunum segja árásirnar fyrsta skref forsetans í átt því opna fyrir siglingarleiðir um Rauðahafið á ný. Stjórnmálavængur Húta kallaði árásirnar stríðsglæp og hét því þeim yrði svarað.

Bandarískir embættismenn segja við The New York Times árásirnar séu upphaf nýrrar sóknar gegn Hútum. Búast megi við frekari árásum á næstu vikum. Þeim einnig ætlað senda skýr skilaboð til Íran. Trump hefur sóst eftir því semja við Írani um kjarnorkumál.

Hann sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social í dag Bandaríkjamenn myndu bregðast við ef Íranir hættu ekki styðja Húta. Utanríkisráðherra Íran sagði á móti Bandaríkjamenn hefðu enga heimild til afskipta af utanríkismálum Írana. Hann brýndi fyrir Bandaríkjamönnum hætta árásum á Jemen.

Yfir 100 árásir Húta á Rauðahafi

Frá því stríð braust út á Gaza í október 2023 hafa Hútar gert yfir hundrað árásir á flutningaskip á siglingu um Rauðahaf, sem þeir segja tengjast Ísraelsríki. Tveimur skipum hefur verið sökkt síðan þá og fjórir skipverjar drepnir.

Árásirnar hafa haft töluverð áhrif á skipaflutninga um Rauðahaf og fyrirtæki hafa því forðast senda skip um Rauðahaf. Hundruð skipa hefur því í staðinn verið siglt um töluvert lengri leið meðfram ströndum Suður-Afríku.

Bandaríkjamenn og Bretar hafa brugðist við með því gera árásir á bækistöðvar og herstöðvar Húta í Jemen. Það varð þó ekki til þess draga úr árásum Húta. Þeim linnti ekki fyrr en samið var um vopnahlé á Gaza.

Nýverið hétu Hútar því hefja árásirnar á nýjan leik eftir Ísrael stöðvaði flutning hjálpargagna til Gaza, þegar Hamas féllst ekki á fresta seinni áfanga vopnahlésins.

Trump sagði stjórn hans myndi bregðast við af meira afli en stjórn Joes Biden, forvera hans.

Fréttin hefur verið uppfærð ásamt fyrirsögn eftir fregnir bárust um frekara mannfall.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Joes Bidenforsetaframbjóðandi
  • Sanaahöfuðborg
  • Truth Socialsamfélagsmiðill
  • Utanríkisráðherra ÍranJavad Zarif

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 378 eindir í 25 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 23 málsgreinar eða 92,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,76.