ETA nú nauðsynlegt fyrir ferðalög til Bretlands

Grétar Þór Sigurðsson

2025-04-02 16:52

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Frá og með deginum í dag þurfa íslenskir ríkisborgarar sækja um rafrænt ferðaleyfi, ETA (Electronic travel authorisation), áður en haldið er til Bretlands. Þetta á líka við um þá sem aðeins þurfa millilenda í landinu á ferðalagi út í heim.

Fram kemur á heimasíðu íslenska sendiráðsins í London ETA gildi í tvö ár frá útgáfudegi eða þar til vegabréf viðkomandi rennur út, ef það gerist fyrr. Leyfið kostar 10 pund.

Auðveldast er sækja um ETA með UK ETA app smáforriti, fyrir iPhone og Android síma, en einnig er hægt sækja um á vefsíðu breskra stjórnvalda, GOV.UK.

Sendiráðið bendir á þeir sem ætla dvelja lengur en í sex mánuði í Bretlandi þurfi sækja um viðeigandi dvalarleyfi, ekki dugi hafa ETA. Þeir sem þegar hafa dvalarleyfi í Bretlandi þurfa ekki ETA til þess ferðast til landsins.

Nafnalisti

  • Androidstýrikerfi
  • UK ETA

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 162 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,87.