Menning og listir

Billy Budd sjóliði: Tilefni til að fagna nýrri viðbót úr heimsbókmenntunum

Vefritstjórn

2025-03-31 20:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Gauti Kristmannsson skrifar:

Hægt og bítandi er verið bæta í göt heimsbókmenntanna á Íslandi, þökk hugsjónastarfi þýðenda og útgefenda og er loksins komin á íslensku nóvellan Billy Budd, saga úr innra eftir Herman Melville í þýðingu Baldurs Gunnarssonar. Ekki hefur verið mikið þýtt eftir þennan lykilhöfund bandarískra bókmennta hingað til, Mobý Dick kom út árið 1970 í styttri útgáfu sem ég minnist hafa lesið af áfergju og bíómyndin svarthvíta með Gregory Peck í aðalhlutverki var líka ógleymanleg. Svo kom þessi mikla skáldsaga út í endurskoðaðri útgáfu Ísaks Harðarsonar fyrir um tuttugu árum og þýddi hann það sem á vantaði í verkið. Einnig kom út fyrir nokkrum árum í tvímála útgáfu einhver þekktasta smásaga Melvilles, Bartleby skrifari í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar. Þetta er eiginlega allt og sumt, þangað til núna Billy Budd kemur fram á sjónarsviðið og er það vel, því þótt mörg telji sig vel læs á ensku þá er það einu sinni tillært tungumál hjá flestum sem hér búa og ég er hræddur um enskan sem Melville notar geti verið nokkuð framandi núlifandi Íslendingum.

Billy Budd fjallar um ungan samnefndan mann sem tekinn er traustataki af enska sjóhernum eins og tíðkaðist fyrr á öldum og knúinn til þjóna á einu af skipum hans hátignar. Þetta er síðasta skáldsaga Melvilles og hann kláraði hana ekki áður en hann lést. Hún er því einn af þeim fjölmörgu óáreiðanlegu frumtextum sem til eru í heimi hér, afrakstur yfirlegu fræðimanna yfir handritum sem ólokið er við. Þetta getur verið frjósamt lesa, brotakennt eðli verkanna blasir oft við og lesandinn þarf geta í einhverjar eyður sem er síður þörf í tilfelli verka sem höfundur hefur látið frá sér fara sem fullgerða skáldsögu. En auðvitað eru eyður í þeim líka, bara ekki eins áberandi í og þeim fyrri.

Sagan af Billy Budd er eins einföld og hugsast getur, en felur samt í sér miklar flækjur, einkum þó siðferðilegar og jafnvel lagalegar, fyrir þau sem áhuga hafa á því. Melville fjallar hér um stöðu smælingjans andspænis valdinu og einnig hvernig aðrir, aðeins ofar í stigveldinu eru tilbúnir nota sér afl sitt, jafnvel ástæðulausu, til þess eins klekkja á þeim allra saklausustu. Persónan Billy Budd er nefnilega erkitýpa sakleysisins og margir gagnrýnendur myndu eflaust segja, og með réttu, hana skorti fyllingu til vera það sem kalla karakter, með fleiri fleti til mennskunnar til bera, ásamt öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja. Billy Budd er hins vegar alveg saklaus sál, svo mjög það er nánast um of, en á hitt ber þá kannski líta, hann er frekar táknmynd tilfinningar um hið glataða sakleysi hverrar manneskju og hvernig það sakleysi er síðan kramið af umhverfinu á einhverjum tíma. Það sést líka á hinum tveimur aðalpersónum sögunnar, vopnasmiðnum James Claggart og skipherranum Edward Fairfax stjörnubjarta Vere. Claggart, fólið í sögunni, er ekkert annað en það, minnir aðeins á Jagó í Óþelló og er hatur hans á sakleysingjanum knúið af öfund eins og fram kemur hjá afar áhugaverðum sögumanni textans. stjörnubjarti er síðan aðeins flóknari persóna og nær því vera karakter með jákvæðar og neikvæðar hliðar í skaphöfninni; hann fær vera fulltrúi þversagnarinnar í lífinu.

Sögumaðurinn er síðan eiginlega fjórða persónan í sögunni einhverju leyti, hann talar í fyrstu persónu og byrjar söguna á fjálglegri lýsingu á kolsvörtum manni sem hann hafði séð á Prinsbakka í Liverpool hálfri öld fyrr. Sjómaður þessi er svo glæsilegur ásýndar hann man eftir honum enn og líkir útliti hans við ásýnd Billys Budds sem er hvítur en ekki síður fagur sjá. Báðir kallaðir Handsome Sailor eða Gjörvilegi sjómaðurinn í þýðingu Baldurs og nutu mikilla vinsælda meðal kollega sinna, kannski of mikilla í hugum sumra eins og sannast í sögunni sem hér er undir. Þessi svarti maður kemur síðan ekkert frekar við sögu í bókinni og virðist einungis vera í henni til búa til andstæður fegurðar karlmanna í sögu um karlmenn eingöngu, enda er sögusviðið herskip á sjó undir lok átjándu aldar. Sögumaðurinn virðist vita mjög mikið um hvað persónunum gengur til, en hefur þó ekki alvitran aðgang þeim eða sumum samtölum þeirra, þetta er samt svolítið óljóst og hugsanlega eitthvað sem höfundur hefði unnið með til klára söguna. Hann nær samt sterkum tökum á lesandanum, blátt áfram og kumpánlegur tónninn næst mjög vel fram í þýðingu Baldurs og gerir söguna mjög áhugaverða lesa.

Þýðing Baldurs Gunnarssonar er líka mjög athyglisverð tilraun til stíl Melvilles og fyrri tíma, og beitir hann einhverju leyti framandgervingu, en einnig staðfærslu þar sem honum finnst það eiga við. Skipsnafnið Óbugandi er til mynda þýðing á enska nafninu Bellipotent sem ekki er finna í ensk-íslenskum orðabókum og gott dæmi um dálítið forna málnotkun hjá höfundinum, sem þýðandanum tekst koma til skila, bæði þessu fornfálega málfari Melvilles og merkingunni á íslensku. Hann notar líka vísun í íslenskan arf þegar hann þýðir Erebus (hell) með Niflheimur (Hel) þó hann noti víða annars staðar forn-grískar og forn-rómverskar tilvísanir eins og gert er í frumtextanum.

Eitt dæmi úr textanum sýnir þetta enn betur. Ég les þetta á ensku fyrst og síðan þýðingu Baldurs:]] But upon any abrupt unforeseen encounter a red light would flash forth from his eye like a spark from an anvil in a dusk smithy. That quick fierce light was a strange one, darted from orbs which in repose were of a color nearest approaching a deeper violet, the softest of shades. [[Þetta er áreiðanlega ekki gefins á ensku, ekki einu sinni fyrir móðumálshafa. Textabrotið hljóðar svona á íslensku:]] En rækjust þeir snöggt og óvænt hvor á annan, sindraði Claggart af auga rauður bjarmi líkt og gneisti af steðja í rökkursmiðju. Kynlegur var bráði harðskeytti bjarmi og hraut af brámánum sem báru kyrrlátir litblæ af dimmri fjólu, sem er allra bláma mildastur. [[Svona þýðing er ekki hrist framan úr penna á íslensku og dæmið sýnir þessa framandgervingu í bland við staðfærslu sem nefnd var hér ofan sem ég tel hafi tekist afar vel og kryddar lestur textans mjög. Þýðandinn fer líka þá leið vera með skýrandi neðanmálsgreinar í textanum sem er djarft, en mér finnst heppnast mjög vel. Því til viðbótar hefur þýðandinn skrifað ýtarlegan formála sem opnar bæði höfundarverk Melvilles og þessa sögu fyrir lesandann og er í raun hluti af þýðingunni eins og slíkir fylgitextar eru oft. Og það verður bara fagna þessari nýjustu viðbót úr heimsbókmenntunum hér á vorum íslensku fjörum.

Gauti Kristmannsson flutti pistil sinn í Víðsjá sem finna hér í spilara RÚV. Hann er prófessor í þýðingafræði við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann hefur fjallað um samtímabókmenntir í Víðsjá síðustu tvo áratugi.

Nafnalisti

  • Baldur Gunnarsson
  • Billy Budd
  • Billys Budds
  • Butfat
  • Edward Fairfax
  • Erebuseldfjall
  • Gauti Kristmannssongagnrýnandi
  • Gregory Peckleikari
  • Handsome Sailor
  • Ísak Harðarsonljóðskáld
  • James Claggart
  • Melvilleekki eini bandaríski erindrekinn sem sagt hefur af sér
  • Mobý Dick
  • Rúnar Helgi Vignissonrithöfundur
  • Thatgamanþáttur

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 1206 eindir í 40 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 31 málsgrein eða 77,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.