„Ég held að það þurfi að hugsa þetta upp á nýtt“
Anna Sigrún Davíðsdóttir
2025-03-25 19:52
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta beið ósigur í leikjunum tveimur á móti Kósovó og því ljóst að íslenska liðið leikur í C-deild í næstu Þjóðadeild. Þetta voru fyrstu tveir leikir Arnars Gunnlaugssonar sem þjálfara liðsins. Hörður Magnússon segir að mistök hafi verið gerð en mikilvægt sé að draga af þeim lærdóm.
Það þurfi ekki að vera í „fínum fótbolta“
„Það er algjörlega ljóst að það þarf að draga stóran lærdóm af þessum leikjum. Nálgunin er klárlega ekki rétt. Það er hins vegar spurning hvort það verður gert eða hvort við ætlum að fara þessa leið að spila okkur út úr vandræðunum. Ég held að við þurfum að finna okkar gildi sem hafa verið aðall íslenska landsliðsins á bestu tímum. Hlaupa mikið og gefa sig alla í hlutina. Við þurfum ekki endilega að vera í einhverjum fínum fótbolta. Það hefur fyrleitt ekki skilað okkur á nein stórmót.“
Undankeppni HM er fram undan í haust og fyrir það spilar liðið tvo æfingaleiki við Skotland og Norður-Írland í júní.
„Það gera allir mistök. Það er spurning hvernig þú lærir af þeim og kemuru þá sterkari til baka? Ég vona það svo innilega að það gerist.“
Hver deild Þjóðadeildarinnar hefur haft eitt öruggt sæti í lokakeppni Evrópumótsins. Verði það áfram raunin, mun liðið eiga möguleika á að berjast um sæti C-deildarinnar. Hins vegar bíða liðsins lakari andstæðingar, sem getur haft neikvæð áhrif á tekjur KSÍ. „Ef við horfum út frá því, þá er þetta ekki gott. Það er hins vegar alveg hægt að spyrna sig frá hlutunum.“
Nafnalisti
- Arnar Gunnlaugssonþjálfari
- C-deildriðill 1
- Hörður Magnússoníþróttafréttamaður
- Norður-Írlandhelsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um framtíðartilhögun samskipta þeirra eftir útgönguna
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 276 eindir í 20 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 20 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,65.