Stjórnmál

Stór hluti Evrópubúa hlynntur hefndartollum til að svara tollahækkunum Trumps

Hugrún Hannesdóttir Diego

2025-04-01 06:29

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Stór hluti íbúa Vestur-Evrópu styður hækkun tolla á innflutning frá Bandaríkjunum til bregðast við umtalsverðum tollahækkunum sem Bandaríkjastjórn hefur boðað. Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal íbúa sjö Evrópuríkja benda til þess. The Guardian greinir frá.

Samkvæmt niðurstöðum könnunar YouGov var mikill meirihluti svarenda hlynntur svokölluðum hefndartollum á innflutning frá Bandaríkjunum. Könnunin var gerð dagana 6. til 24. mars og 9.452 tóku þátt.

Flestir voru fylgjandi hefndartollum í Danmörku, eða 79 prósent, og rúmlega helmingur danskra þátttakenda í könnuninni sagðist mjög hlynntur. Fæstir voru fylgjandi hefndartollum á Ítalíu en þar voru þó 56 prósent svarenda hlynnt slíkum aðgerðum.

Könnunin var einnig gerð meðal íbúa Þýskalands, Bretlands, Frakklands, Svíþjóðar og Spánar. Í öllum ríkjunum sagðist meirihluti svarenda vera hlynntur því hækka tolla á innflutning frá Bandaríkjunum til bregðast við tollahækkunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Minna en fjórðungur svarenda í öllum ríkjum kvaðst andvígur hefndartollum.

Frá sextíu til 76 prósent svarenda sögðust telja tollahækkanir Trumps myndu hafa umtalsverð áhrif á efnahag Evrópusambandsins í heild.

Nafnalisti

  • Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
  • Trumpskosningabarátta
  • YouGovkönnunarfyrirtæki

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 174 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,72.