Segist bera fulla á­byrgð... en samt ekki

Hólmfríður Gísladóttir

2025-03-26 06:53

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist bera fulla ábyrgð á spjalli hæst settu embættismanna landsins á sviði öryggismála á samskiptaforritinu Signal.

Eins og kunnugt er ræddu embættismennirnir yfirvofandi árásir á Húta í Jemen í spjallinu, á meðan Jeffrey Goldberg, ritstjóri Atlantic fylgdist með. Waltz, sem bauð Goldberg í spjallið, sagðist hins vegar í samtali við Fox News í gær ekki getað útskýrt hvernig það gerðist.

Kallað hefur verið eftir því Waltz og varnarmálaráðherrann Pete Hegseth segi af sér í kjölfar hneykslisins en þrátt fyrir Waltz sagðist í gær bera ábyrgð á klúðrinu gaf hann ekki til kynna hann ætlaði axla hana, ef svo orði komast.

Þetta er vandræðalegt, . Við ætlum komast til botns í þessu, sagði þjóðaröryggisráðgjafinn í samtali við sjónvarpskonuna Lauru Ingraham. Hann hefði meðal annars rætt við Elon Musk um aðstoð.

Þess ber geta Waltz stofnaði spjallið og bauð Goldberg þátttöku og því óljóst hvað er óljóst; hvað það er sem þarf komast til botns í.

Þegar Ingraham gekk á hann um það hvernig Goldberg hefði komist inn í hópinn svaraði Waltz:

Að sjálfsögðu ég ekki þennan lúser í hópnum. Hann leit út fyrir vera einhver annar. Hvort hann gerði það viljandi eða hvort það gerðist af tæknilegum orsökum er eitthvað sem við erum reyna finna út úr.

Waltz kallaði Goldberg einnig blaðamannaúrhrak í viðtalinu.

Spjallið er talið hafa brotið gegn ýmsum lögum og reglum sem gilda um trúnaðarsamskipti en bæði Trump og Repúblikanar hafa gert lítið úr málinu, sagt um mistök ræða og menn hafi lært sína lexíu.

Sömu mildi hefur hins vegar ekki verið fyrir fara gagnvart öðrum en eins og kunnugt er réðust Repúblikanar harðlega gegn Hillary Clinton þegar í ljós kom hún hafði farið óvarlega í tölvupóstsamskiptum.

Nafnalisti

  • Atlantictímarit
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Elon Muskforstjóri
  • Fox Newsbandarísk sjónvarpsstöð
  • Hillary Clintonfyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata
  • Jeffrey Goldbergritstjóri The Atlantic
  • Lauru Ingraham
  • Mike Waltzrepúblikani
  • Pete Hegseth
  • Signalsamskiptaforrit

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 313 eindir í 15 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 93,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,65.