Sveinn ráðinn sem verkefnastjóri hjá Samorku

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-04-03 13:58

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sveinn Helgason hefur verið ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs hjá Samorku en fyrirtækið er með starfsstöðvar í Brussel og í Reykjavík. Hann hóf störf 1. apríl samkvæmt tilkynningu frá Samorku.

Nýja staðan er sögð vera liður í efla enn frekar samstarf þeirra við erlend systursamtök, vöktun á þróun Evrópureglna, hagsmunagæslu og upplýsingamiðlun á þessu sviði.

Sveinn var um árabil fréttamaður og þáttastjórnandi hjá RÚV og fjallaði þá töluvert um orkumál. Undanfarin ár hefur hann starfað við upplýsingamiðlun hjá fjölþjóðaliðum Atlantshafsbandalagsins í Lettlandi og Litháen og í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel, lengst af sem útsendur sérfræðingur utanríkisráðuneytisins.

Ísland hefur líka alla burði til styrkja stöðu sína sem leiðandi þjóð í grænni orkunýtingu og loftslagsmálum. Þá kemur sér vel hafa fulltrúa í Brussel til koma á framfæri okkar sjónarmiðum og leggja aðildarfyrirtækjum Samorku lið. Sveinn er þrautreyndur í upplýsingamiðlun, stjórnsýslu og alþjóðlegu samstarfi. Það er því fengur ráðningu hans, segir Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku.

Sveinn var einnig sérfræðingur á skrifstofu almanna- og réttaröryggis í dómsmálaráðuneytinu í þrjú og hálft ár og hafði þá m.a. málefni Landhelgisgæslunnar á sinni könnu.

Hann er með meistaragráðu í opinberri stefnumótun (Public Policy) frá George Mason-háskólanum í Bandaríkjunum og með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

Ég hef brennandi áhuga á orku- og veitumálum og er ánægður með vera kominn í samhentan hóp starfsmanna Samorku til takast á við spennandi verkefni, bæði hér úti í Brussel og heima, segir Sveinn.

Nafnalisti

  • Finnur Beckframkvæmdastjóri Samorku
  • Georgebróðir
  • Public Policy
  • Sveinn Helgasonsérfræðingur

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 257 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.