Stjórnmál

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Eyjan

2025-04-01 17:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Greint var frá því í fréttum í gær franskur dómstóll hefur bannað Marine Le Pen, leiðtoga róttæka hægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, bjóða sig fram til opinberra embætta í fimm ár. Bannið tók þegar í stað gildi. Le Pen hafði hug á því bjóða sig fram til forseta árið 2027 og dómurinn setur þau áform því í uppnám. Málið varðar fjárdrátt úr sjóðum Evrópuþings. Frosti Logason fer yfir málið og fyrirsagnir fjölmiðla í þætti sínum Harmageddon með yfirskriftinni Óæskilegum stjórnmálamönnum slaufað.

Við ætlum fara í fyrirsögn númer tvö. Áfram meiri sigur fyrir lýðræðið í Evrópu. Maður þessa fyrirsögn: Le Pen sakfelld fyrir fjársvik. Marine Le Pen sem er formaður það sem þeir kalla harðlínu hægri flokksins, Þjóðfylkingarinnar. Það er áhugavert, einhvern veginn einhvers staðar núna á leiðinni þá hafa þeir ákveðið: Heyrðu, við verðum við ekki hætta kalla þetta öfgahægri og finna eitthvað nýtt? Og það er þá harðlínu hægri, segir Frosti.

Segist hann hafa skilið málið við fyrstu sýn Le Pen væri maka krókinn á því vera í opinberu starfi.

Nei nei, það er ekki hún, er ekki hagnast á einu neinu þarna. Heldur snýr þetta því Þjóðfylkingin fékk sem sagt peninga frá Evrópusambandinu sem átti standa undir kostnaði við aðstoðarmenn þingflokks Þjóðfylkingarinnar á Evrópuþinginu, en í staðinn var peningurinn notaður til þess greiða almennum starfsmönnum flokksins. , svakalegt, svakalegt. Þetta er bara fjársvik.

Segir Frosti það sjáist langar leiðir hvað er gerast þarna.

Þarna er stjórnmálamaður sem er búinn vera sækja í sig veðrið og auka fylgi gríðarlega. Þjóðfylkingin er orðin með stærstu flokkunum í Frakklandi. Og hún hefur tilkynnt það hún ætli bjóða sig fram til forseta í Frakklandi árið 2027. En þessi sakfelling þýðir auðvitað það Marine Le Pen er ekki heimilt lengur bjóða sig fram til forseta.

Segir Frosti það ótrúlegt sjá þessa niðurstöðu.

Það er verið taka stjórnmálamenn sem eru ekki þóknanlegir í elítunni, það er verið kansela þeim og þá segir Egill Helgason: , makalaust er lesa ummæli um dóminn yfir Marine Le Pen og liðsmenn hennar. Þau eru dæmd fyrir stórfelldan fjárdrátt í þágu flokksins. Ljótur ferillinn á því sviði nær reyndar víðar. Því Þjóðfylkingin þáði peninga frá Pútín á sínum tíma. Fengum við ekki líka peninga frá Pútín þarna í hruninu? Einu ríkin sem voru tilbúin til þess aðstoða okkur fjárhagslega þegar bankahrunið var hérna og allar lánalínur voru slitnar og Evrópusambandið vildi ekki hjálpa okkur og bandaríski seðlabankinn vildi ekki hjálpa okkur, þá var það sem sagt Rússland, Pólland og Færeyjar sem buðust til þess lána okkur peninga. En það er náttúrlega stór glæpur þiggja það .

Velta Frosti og Ingimar Elíasson, tæknimaður í Harmageddon því fyrir sér hvort mál Le Pen ekki sambærilegt máli Ingu Sæland og Flokks fólksins. En flokkurinn fékk líkt og fleiri flokkar ríkisstyrki frá árinu 2022 þegar tekið var upp nýtt verklag við framlög úr ríkissjóði til þeirra. Flokkur fólksins var ekki skráður í sérstaka stjórnmálasamtakaskrá og fékk styrk árin 20222024. Píratar, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkurinn voru ekki skráðir með réttum hætti þegar fyrsta úthlutun var þann 31. janúar árið 2022 en skráning var síðar löguð. Í fréttum í byrjun febrúar kom fram flokkunum yrði ekki gert endurgreiða styrkina.

Mér finnst þá við gætum alveg dæmt Ingu Sæland í fangelsi fyrir. Á hún ekki bara fara í jailið og ekki bjóða sig fram. Þetta er stórfelldur fjárdráttur, segir Ingimar.

Egill Helgason segir: Þetta er einfaldlega réttvísi og hún á vera blind á hluti eins og stjórnmálahagsmuni. Því miður náði réttvísinni ekki utan um bankahrunið 2008 þegar í raun hefði átt dæma fjölda fjármálamanna út um alla veröld. Heimurinn sýpur seyðið af því. Í fjármálageiranum ríkir allt of mikið refsileysi. Svo er dálítið skoplegt þeir sem veina sárast undan dómnum yfir Marine Le Pen eru andstæðingar ESB. Það er eitthvað skoplegt.

Þetta er svona endurtekið stef sem við sjáum í evrópskum stjórnmálum þeir sem eru kallaðir harðlínuhægri eða popúlískir flokkar sem vilja taka á brjálæðislegri útlendingastefnu eða landamæraleysi og svo framvegis, þeir eru bara teknir niður af þessari sömu elítu og ræður ríkjum þarna.

Nafnalisti

  • Egill Helgasonsjónvarpsmaður
  • Frosti Logasondagskrárgerðarmaður
  • Inga Sælandformaður
  • Ingimar Elíassonleikstjóri
  • Le Penannar tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fékk
  • Marine Le Penforsetaframbjóðandi
  • Pútínforseti Rússlands

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 760 eindir í 44 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 43 málsgreinar eða 97,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.