Slys og lögreglumál

Jair Bolsonaro fyrir rétt vegna valdaránstilraunar og áætlana um morð

Ragnar Jón Hrólfsson

2025-03-26 17:07

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hæstiréttur Brasilíu ákvað í dag réttarhöld fari fram yfir Jair Bolsonaro, fyrrum forseta landsins vegna tilraunar hans til valdaráns árið 2022. Þá er hann einnig sakaður um hafa átt þátt í ráðabruggi um myrða Lula da Silva, núverandi forseta Brasilíu.

Verði Bolsonaro fundinn sekur á hann yfir höfði sér meira en 40 ár í fangelsi.

Talið var líklegt Bolsonaro stefndi á endurkomu í pólitík á næsta ári þegar þingkosningar fara fram í landinu. Allir fimm dómarar hæstaréttar Brasilíu kusu með því réttað verði yfir Bolsonaro.

Réttað verður einnig yfir sjö öðrum sem taldir eru hafa lagt á ráðin um árásina ásamt Bolsonaro. Meðal þeirra eru Walter Braga Netto, þáverandi varnarmálaráðherra Brasilíu, og Paulo Sergio Nogueira de Oliveira, fyrrum yfirmaður sjóhers Brasilíu.

Ríkissaksóknari Brasilíu lagði nýverið fram ákæru á hendur Bolsonaro og á fjórða tug samverkamanna hans fyrir valdaránstilraun og ráðabrugg um myrða núverandi forseta landsins eftir Bolsonaro tapaði kosningunum naumlega. Þá hafi einnig verið áætlanir um myrða hæstaréttardómarann Alexandre de Moraes, sem verður meðal dómara í máli Bolsonaro.

Tilraunin minnti mikið á það sem átti sér stað í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021 þegar stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið í Washington. Þúsundir stuðningsmanna Bolsonaro réðust forsetahöllinni í Brasilíu og kölluðu eftir Lula da Silva yrði settur af um viku eftir hann sigraði kosningarnar. Sjálfur var Bolsonaro í Flórída þegar árásin átti sér stað.

Saksóknarinn, Paulo Gonet Branco, segir Bolsonaro og Walter Braga Netto höfuðpaura í málinu. Þeir hafi ásamt hópi almennra borgara og hermanna bruggað launráð gegn lýðræðislegum stofnunum landsins.

Ákærendur í máli Bolsonaro segja valdaránstilraun hans hafi mistekist þar sem hún naut ekki nægilegs stuðnings meðal stjórnenda hers Brasilíu.

Bolsonaro hefur ætíð svarið af sér sök og sagst fórnarlamb ofsókna af hálfu ríkisvaldsins.

Nafnalisti

  • Alexandre de Moraeshæstaréttardómari
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Jair Bolsonarofyrrverandi forseti Brasilíu
  • Lula da Silvaforseti Brasilíu
  • Oliveira171 pund
  • Paulo Gonet Branco
  • Paulo Sergio Nogueira
  • Walter Bragi Netto

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 299 eindir í 16 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 93,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.