Napólí heldur pressunni á toppliði Inter
Siggeir Ævarsson
2025-03-30 20:48
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Napólí ætlar ekki að leyfa meisturum Inter Mílanó að stinga af alveg strax á toppi Seríu-A deildarinnar á Ítalíu en liðið lagði AC Mílanó í kvöld 2–1.
Mörk Napólí komu bæði á stuttum kafla í fyrri hálfleik. Matteo Politano kom þá á bragðið á 2. mínútu og markahrókurinn Romelu Lukaku tvöfaldaði forskotið 17 mínútum seinna.
Gestirnir frá Mílanó settu mikinn þunga í sinn sóknarleik eftir því sem leið á seinni hálfleik og fengu vítaspyrnu á 69. mínútu en Santiago Giménez lét Alex Meret verja frá sér. Luka Jović minnkaði muninn svo í 2-1 á 84. mínútu en lengra komust Mílanómenn ekki þrátt fyrir að liggja í sókn síðustu mínútur leiksins.
Fyrr í dag lagði vann topplið Inter góðan 2-1 sigur á Udinese og heldur því þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir.
Nafnalisti
- AC Mílanórisi
- Alex Meretannar markvörður ítalska liðsins
- Interítalskt stórlið
- Inter Mílanóítalskt stórlið
- Luka Jović
- Matteo Politanoekki pláss fyrir Young í leikmannahópnum
- Romelu Lukakuframherji
- Santiago Giménezleikmaður gestanna
- Udineseítalskt úrvalsdeildarlið
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 139 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 4 málsgreinar eða 66,7%.
- Margræðnistuðull var 2,00.