Boða aðhald í ríkisrekstri en líka innspýtingu til ákveðinna verkefna
Alma Ómarsdóttir
2025-03-28 13:35
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Stuðst verður við nokkrar af hagræðingartillögunum, sem fram komu í samráði ríkisstjórnarinnar við almenning og stofnanir, í fjármálaáætlun sem verður kynnt eftir helgi. Þar á að setja meiri peninga í til dæmis samgöngumál.
Ríkisstjórnin kynnir fjármálaáætlun sína á mánudag, en lögum samkvæmt ber að leggja hana fyrir Alþingi fyrir 1. apríl. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill lítið gefa upp um innihald áætlunarinnar.
Samkvæmt fjármálastefnu fyrir árin 2026 til 2030 er stefnt að hallalausum rekstri ríkissjóðs árið 2027. „Og það er mjög í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar að leggja áherslu á að styðja peningastefnuna, ná niður verðbólgu og vöxtum,“ segir Daði Már.
Hann segir að sumar af hagræðingartillögum, sem komu fram í samráðsferli ríkisstjórnarinnar, verði teknar til greina í þessari áætlun. „Mjög margar þeirra og nokkrar til viðbótar,“ segir Daði Már.
Hann boðar töluverðar breytingar frá fyrra ári. „Það eru umtalsverðar breytingar. Það er auðvitað verið að auka aðhaldið og svo auðvitað leggja peninga í ákveðna málaflokka,“ segir Daði Már. Til dæmis megi vænta töluverðra viðbóta í viðhald vega.
Nafnalisti
- Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 187 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
- Margræðnistuðull var 1,59.